Vinstrimenn gegn hinsegin hátíð, styðja feðraveldi

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Júróvisjón er alþjóðleg hinsegin hátíð og hefur lengi verið. Enginn hommi með sjálfsvirðingu lætur ógert að hafa skoðun bestu söngvunum ár hvert. Vinstrimenn á Íslandi mótmæla að íslenskur sönghópur stígi á sviðið næsta ár. Ástæðan er stríð Hamas við Ísrael.

Hams stjórnar Gasa-ströndinni, gerðu þaðan árás 7. október á Ísrael, drápu um 1400 almenna borgara í fjöldamorðum og tóku á þriðja hundrað gísla, þar á meðal konur og börn. Ísraelsher gerði innrás í Gasa til að frelsa gísla og uppræta hryðjuverkasamtökin.

Mótmælin gegn þátttöku Íslands í Júróvisjón á næsta ári eru til stuðnings Hamas. Vinstrimenn telja ótækt að Ísland deili sama sviði og Ísrael.

Samkynhneigðir, og aðrir sem kalla sig hinsegin, geta um frjálst höfuð strokið í Ísrael. Annað gildir um Gasa-ströndina undir ráðstjórn Hamas. ,,Orðið á götunni er að ekki eru nógu mörg háhýsi í Gasa uppistandandi til Hamas geti lengur drepið homma með því að fleygja þeim fram af efstu hæð," segir Douglas Murray, sjálfur samkynhneigður. Hann bætir við: ,,það er ekki hægt hægt að vera hinsegin og styðja Hamas. Þú verður að velja."

Murray segir í framhaldi ýmislegt um vinstrimenn sem þykjast hlynntir mannréttindum en styðja herskáa íslamista eins og Hamas. Fæst er prenthæft. Í viðtali Chris Williamson við Murray bar einnig á góma femínista er krefjast frjálsra fóstureyðinga en styðja Hamas. Í Gasa eru fóstureyðingar bannaðar. Palestínskar konur fara til Ísrael vilji þær þungunarrof.

Hamas er íslamskt feðraveldi. Almennt gildir í trúarmenningu múslíma að konan er undirsett karlinum. Múslímaríki skrifa ekki upp á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaskrá múslímaríkja, Kaíró-yfirlýsingin, segir skýrt og ótvírætt að eiginmaðurinn sé ábyrgur fyrir heimili og fjölskyldu (gr. 6 b).

Vestræn mannréttindi og hugmyndafræði Hamas eru andstæður. Vinstrimenn sem styðja Hamas eru í mótsögn við sjálfa sig, standi þeir á annað borð með mannréttindum. Ef tvöfalt siðferði væri stjórnmálaflokkur héti fyrirbærið Vinstriflokkurinn.

Skildu eftir skilaboð