Sex nemendur fyrir rétt vegna þátttöku sinnar í aftöku frönskukennarans Samuel Paty – Sharia breiðist út í Evrópu

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Fyrir þremur árum var kennarinn Samuel Paty hálshöggvinn á götu í Frakklandi, ódæðið framdi 18 ára drengur að nafni Abdullakh Anzorov. Fjölskylda hans kom frá múslímaríkinu Téténíu þegar hann var sex ára og fengu þau hæli.

Eftir ódæðið lá höfuð Samuels á götunni aðskilið frá líkamanum. Morðið var óhugnanlegt en kom ekki á óvart. Þetta er humyndafræði sharia, sem verður valdameiri með  hverju árinu sem líður í Vestur-Evrópu. Sex unglingar eru ákærðir fyrir meðvirkni í Paty-morðinu. Réttarkerfið glímir við nýja tegund af glæp.

Ákærðu eru á aldrinum 13-16 ára

Þau fimm sem eru ákærð voru á aldrinum 14-15 ára árið 2020, þegar þau hjálpuðu hryðjuverkamanninum og bentu á Paty. Sú sjötta sem var ákærð er 13 ára stúlka sem laug til um kennsluhætti Patys.

Hún hélt því m.a. fram að hann hafi krafist að allir múslímskir nemendur yfirgæfu kennslustofuna þegar hann kenndi um tjáningarfrelsið og sýndi hinar frægu teikningar af Múhamed spámanni. Hið sanna er að hann sagði að menn gætu litið undan vildu þeir ekki sjá teikninguna. Að auki var stúlkan ekki í skólanum þennan umrædda dag.

Þeir seku halda fast í sakleysi sitt. Þeir fullyrða að þau hefðu aldrei ímyndað sér að þetta myndi ganga svona langt og Paty yrði drepinn.

Þau héldu að hann myndi ,,bara” verða svertur á samfélagsmiðlum, niðurlægður og kannski lagður í einelti sögðu þau.

Samuel Paty var hálshöggvinn á götu í Frakklandi.

Faðir stúlkunnar er líka ákærður ásamt sjö öðrum fullorðnum

Í lok næsta árs verða önnur málaferli varðandi málið á morði Paty. Um er að ræða átta fullorðna sem eru ákærðir.

Einn af þeim er faðir stúlkunnar. Hann er ákærður fyrir að hafa sett myndskeið á samfélagsmiða þar sem hvatt er til eineltis gegn kennaranum. Aðgerðasinni er sömuleiðis ákærður fyrir að hjálpa honum að dreifa boðskapnum, sá sem upplýsti um nafn Paty.

Aðalsakborningarnir, Azim Epsirkhanov og Naim Boudaoud, voru vinir morðingjans. Parið fór með Anzorov til að kaupa vopnið og Boudaoud fór með honum í skólann þar sem Paty kenndi. Fimmti vinur morðingjans, Yusuf Cinar, var meðlimur í hryðjuverkasamtaka.

Einn sakborningurinn, Abdelhakim Sefrioui, fór á lista árið 2020 yfir hryðjuverkamenn. Hann opinberaði myndskeið á samfélagsmiðlum tveimur dögum áður en Paty var myrtur, þar sem hann hvatti nemendur skólans til að láta reka Paty.

Sharia gegnsýrir Frakkland

Þeir fjölmörgu sem komu að morði Samuel Patys sýnir hve reglur íslams, sharia, gegnsýrir samfélagið. Múslímum fjölgar hratt í landinu. Stór hluti hópsins hefur ekki aðlagast frönsku samfélagi. Þeir búa í eigin samfélagi þar sem reglur og lög íslams ráða, sharia.

Sharia er víðtækt safn laga og reglna um hegðun manna og skipulag á samfélagi, alveg niður í minnstu smáatriða. Reglurnar eru beint frá Allah og maðurinn getur ekki breytt lögunum. Það er dauðarefsing.

Þeir sem eru ekki múslímar eiga að fylgja sharia

Í Frakklandi er rétttrúnaðarhópur múslíma orðinn svo stór að það hefur afleiðingar fyrir þá sem fylgja ekki sharian.

Það á ekki bara við um múslíma. Krafan eykst um að þeir sem eru ekki múslímar fari að sharia lögum og reglum. Samuel Paty fékk á skelfilegan hátt að finna fyrir því.

Franska réttarkerfið er með nýja tegund af afbroti.

Hvernig verður þessum framhaldsskólanemum refsað?

Þau gætu fengið 2 og hálft ár í fangelsi. En hvað þegar þau sleppa? Hvað með önnur börn, unglinga og fullorðna sem fylgja sharia.

Hvað með kennarana. Könnun í Bretlandi sýnir að kennarar óttast múslímska nemendur, breyta kennslunni af ótta við þá. Sýna ekki teikningar af Múhameð. Stór hluti þeirra segjast stunda sjálfsritskoðun.

Alræðis-, kúgunar- og andfrjálshyggjumenning hefur fengið að hasla sér völl í Evrópu.

Hægt að lesa meira um málið á: BBC - rights.no - The Guardian

Heimild.

One Comment on “Sex nemendur fyrir rétt vegna þátttöku sinnar í aftöku frönskukennarans Samuel Paty – Sharia breiðist út í Evrópu”

  1. Íslendingar eru öfga “gott fólk” og öfgar í því sem er þeim sjálfum verst er þeim í uppáhaldi. Feminist öfga níð og árásir er látið viðgangast og öfga Trans fylgistefna er heilög og múslima trúarbragða dýrkun og innflutningur þeirra er rómuð og hafin til skýja sýnt og heilagt.Goða fólkið ner enga ábyrgð á skemmdaverkum sínum á Íslensku þjóðfélagi og mun aldrei gera svo bönnum “ góða fólkið” og þá mund landið loks verða betra.

Skildu eftir skilaboð