Loftslagsviðvörunin stefnir í þjóðarmorð

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Loftslagsmál2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Þeir sem vilja losna við jarðefnaeldsneyti eru í raun að mæla fyrir þjóðarmorði. Ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer heldur því fram. Jarðefnaeldsneyti er lykilatriði í lífi mannsins.

Ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer líkir hugmyndum loftslagssinna við þjóðarmorð í viðtali við ADTHV (sjá X hér að neðan). „Afleiðingarnar af þessari stefnu verða þær sömu“ segir hann.

Undirstaða lífsins

Samkvæmt Plimer eru engar vísbendingar um að „losun“ manna knýi fram hlýnun jarðar. Viðvörunin um hlýnun jarðar snýst í raun um eitthvað allt annað. Plimer segir:

„Þetta hefur ekkert með vísindi að gera. Þetta hefur ekkert með umhverfið að gera. Þetta snýst bara um völd fyrir ókjörið fólk.“

Að sögn Plimer hefur formaður COP28, Sultan Al Jaber frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, rétt fyrir sér þegar hann fullyrðir, að fólk verði þvingað aftur á hellisstigið, ef jarðefnaeldsneyti verður fjarlægt.

Prófessorinn útskýrir, að heimur nútímans þarf fjórar helstu tegundir af efnum til að komast af:

  1. STÁL og til þess þarf olíu.
  2. STEINSTEYPU sem krefst mikillar orku.
  3. ÁBURÐUR.
  4. PLAST sem gert er úr jarðefnaeldsneyti.
Jarðefnaeldsneyti sér okkur fyrir mat

„Fólk skilur ekki, að jarðefnaeldsneyti sér okkur fyrir mat. Án dísilolíu getum við ekki plægt, við getum ekki stundað búskap, við getum ekki skorið upp og við getum ekki flutt matvæli til borganna. Við myndum svelta án jarðefnaeldsneytis. Kol lyftu okkur upp úr lamandi fátækt sem var fyrir iðnvæðingu. Olía lyfti okkur aftur. Án tilbúins áburðar væri helmingur jarðarbúa verið án matar.“

Helmingur jarðarbúa sveltur í hel án jarðefnaeldsneytis

„Þeir sem halda því fram, að við eigum að losa okkur við jarðefnaeldsneyti eru í raun að segja, að við eigum að drepa helming jarðarbúa. Þá er verið að mæla fyrir þjóðarmorði.“

2 Comments on “Loftslagsviðvörunin stefnir í þjóðarmorð”

  1. Vonandi stíga fleiri fræðimenn fram og hrista þetta rugl af okkur.

  2. Þegar mannkynið er búið að fremja sjálfsmorð þá mun – væntanlega – ríkja stöðugleikaloftslag til eilífðar!!!

Skildu eftir skilaboð