Mearsheimer: Rússar munu ekki ráðast á Evrópu

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Bandaríski prófessorinn John Mearsheimer heldur því fram, að sú mynd sem gefin sé af Rússum sem ógnvaldi Evrópu, sé orðum aukin, ónákvæm og að þeir evrópsku leiðtogar sem segja það séu að ljúga. Samkvæmt prófessornum hafa Rússar engan áhuga á að ráðast á Evrópu.

John Mearsheimer er bandarískur prófessor í stjórnmálafræði. Hann heldur því fram í viðtali við Napolitano dómara (sjá myndskeið að neðan), að Rússar hafi engan áhuga á að ráðast á Evrópu. Mearsheimer segir:

„Það eru engar líkur á því að Pútín ráðist inn í Austur-Evrópu.“

Óttast ekki Rússa

Mearsheimer heldur því fram að allir evrópskir leiðtogar viti, að Rússar muni ekki ráðast á Evrópu heldur láti sem að um ógn sé að ræða.

„Evrópubúar eru í slæmum málum. Evrópskir herir ráða ekki við bardaga gegn Rússum. Staðreyndin er sú, að Rússar munu hvorki ráðast inn í Austur- eða Vestur-Evrópu. Evrópubúar munu ekki þurfa að berjast við Rússa. Það er ein af ástæðunum fyrir því, að þeir hafa eytt svo litlu fé í varnarmál síðan í kalda stríðinu. Þeir eru ekki hræddir við Rússa.“

Skildu eftir skilaboð