Gústaf Skúlason skrifar:
Hneykslismál barnaníðinga og kynferðisglæpa í kringum Jeffrey Epstein er gríðarstórt og umlykur fleiri þekkta nöfn valdamikilla manna. Það hefur leitt til vangaveltna um að „sjálfsmorð“ hans hafi ekki verið sjálfsmorð, heldur morð fyrirskipað af fólki sem vildi tryggja þögn hans. Engu að síður verður mikill fjöldi fólks í hring hans afhjúpaður að sögn Daily Mail.
Á mánudaginn ákvað dómari Loretta Preska við héraðsdóm Suður-New York, að 177 nöfn fólks úr hring Epsteins verði opinberuð á næstu tveimur vikum. Er um að ræða vini Epsteins, fólk sem tældi ungar stúlkur í kynánauð á eyjunni Little St James, sum fórnarlamba hans auk fjölda annarra sem voru í Epstein hringnum. Nöfnin verða opinber í dómsskjölunum og því aðgengileg almenningi. 10 einstaklingar munu áfram njóta nafnleyndar. Eru það fórnarlömb glæpa sem voru misnotuð undir lögaldri.
Náinn samstarfsmaður fannst einnig hengdur í klefa sínum
Daily Mail telur að nafn Jean-Luc Brunel, sem var franskur skáti sem tældi stúlkur til Epstein, muni vera með í nýju opinberu skjölunum. Hann er talinn hafa nýtt sér þær kynferðislega sjálfur. Líkt og Epstein fannst Brunel hengdur í klefa sínum í París í febrúar 2022 á meðan hann beið réttarhalda fyrir margvíslega kynferðisglæpi.
Það sama kom fyrir Epstein sem fannst hengdur í klefa sínum. Verðirnir „sváfu“og af dularfullan hátt „virkuðu ekki“ eftirlitsmyndavélarnar. Opinberlega var sú kynning gefin út, að Epstein hefði framið „sjálfsmorð.“
Margir trúa ekki opinberu útgáfunni, og finnst líklegra að Epstein hafi verið myrtur. Sú staðreynd, að allt eftirlit hvarf á tíma andlátsins samtímis sem Epstein hafði viðkvæmar upplýsingar um einhverja valdamestu menn heims, bendir til þess að hann hafi ekki dáið af eigin hendi. Núna bíða margir því spenntir eftir því að sjá hvaða nöfn listinn hefur að geyma.