Kjósendur ákveða kosningarnar – ekki dómstólar

frettinErlent2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Óháði forsetaframbjóðandinn og lögfræðingurinn Robert F. Kennedy Jr. réttir upp aðvörunarfingur og krefst þess að ákvörðun Hæstaréttar Colorado um að útiloka Donald Trump frá atkvæðagreiðslum ríkisins verði hnekkt.

Hæstiréttur Colorado fylkis ákvað á þriðjudag, að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti megi ekki vera í prófkjöri ríkisins fyrir komandi forsetakosningar árið 2024. Donald Trump efsti frambjóðandi Repúblikanaflokksins mun áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Demókratískir dómarar

Málið gegn Trump var höfðað af sex demókratískum aðgerðarsinnum, sem halda því fram að hann sé vanhæfur til að bjóða sig fram í forsetaembættið og vísa til ákvæðis stjórnarskrárinnar, að einstaklingar sem hafa gert uppreisn gegn ríkinu geta ekki boðið sig fram til embættisstarfa. Demókratar nota hugtakið „uppreisn“ til að lýsa óeirðunum í þinghúsinu 6. janúar 2021, jafnvel þótt að enginn – þar á meðal Trump – hafi verið ákærður fyrir glæp.

Fjórir hæstaréttardómarar í Colorado, allir demókratar, voru sammála um að Trump hefði ekki rétt til að vera á kjörseðlinum. Trump vísar öllum ásökunum um uppreisn á bug og segir að dómstólar hafi ekki rétt til að koma í þurrka nafn frambjóðenda út af kjörseðlum samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Fólkið svipt kosningarétti

Robert F. Kennedy tjáði sig um dóminn í hörðum orðum og sagði, að fólk ætti að hafa miklar áhyggjur af niðurstöðu dómstólsins.

„Sérhver Bandaríkjamaður ætti að hafa áhyggjur af ákvörðun Hæstaréttar Colorado um að taka Trump forseta af kjörseðlinum. Dómstóllinn hefur svipt Trump sjálfsögðum réttindum, án þess að hann hafi verið dæmdur fyrir neinn glæp og án viðhlítandi réttarhalda.“


„Þegar frambjóðandi er sviptur rétti sínum til að bjóða sig fram, er bandaríska þjóðin svipt rétti sínum til að hafa frjálsar kosningar.“

Robert F. Kennedy Jr.


Robert Kennedy vonast til að dómsúrskurðurinn verði endurskoðaður fljótt, svo að ekki komi til álita að elítan sjálf skipi forsetann með því að hagnýta sér réttarkerfið. Kennedy lagði áherslu á:

„Ef Trump verður haldið utan embættis með dómsúrskurði í stað þess að vera sigraður í sanngjörnum kosningum, þá munu stuðningsmenn hans aldrei sætta sig við niðurstöðuna. Landið verður stjórnlaust. Það er kominn tími til að treysta kjósendum. Það er undir þjóðinni komið að ákveða, hver er besti frambjóðandinn. Ekki dómstólunum. Fólkinu. Það er grundvallarlýðræði.“

2 Comments on “Kjósendur ákveða kosningarnar – ekki dómstólar”

  1. Ég er algjörlega sammála því sem Robert F. Kennedy er að segja, það er greinilegt að hyskið sem fylgir Joe Biden stendur þarna að verki.

  2. Manndjöflarnir sem stjórna þessum heimi vilja ekki lýðræði, bara tálsýn um lýðræði. Fólk virðist alveg blint á þá staðreynd.

Skildu eftir skilaboð