Gústaf Skúlason skrifar:
Byggt á grein The Epoch Times. Hagfræðingur sem einbeitir sér að neysluútgjöldum hefur gefið út alvarlega aðvörun um bandaríska efnahagskerfið á komandi ári.
Hagfræðingurinn Harry Dent sagði í viðtali við Fox Business þann 19. desember:
„Síðan 2009 hefur efnahagurinn verið 100% óekta. Áður óþekkt peningaprentun og halli upp á 27 billjónir dollara á 15 árum þýðir, að við erum í hættulegu ástandi.“
„Ég held að 2024 verði ár stærsta einstaka hruns sem við munum sjá á ævinni.„
„Við þurfum að komast aftur í eðlilegt horf og við þurfum að senda skilaboð til seðlabanka. Þetta ætti að vera lexía sem ég held að við munum aldrei aftur þurfa að gera. Ég held að við munum aldrei sjá aðra bólu aftur á lífsleiðinni.“
Harry Dent, sem á fjárfestingarstjórnunarfyrirtækið HS Dent, segir bandaríska markaði núna vera í bólu sem hófst seint á árinu 2021 vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Hann sagði:
„Hlutirnir verða ekki eðlilegir aftur á nokkrum árum. Við sjáum þessar tölur kannski aldrei aftur. Þetta fjármálahrun verður ekki leiðrétting.“
Harry Dent vísaði til hlutabréfamarkaðshrunsins árið 1929 sem leiddi til kreppunnar miklu á fjórða áratug síðustu aldar:
„Þetta verður líkara árunum 1929 – 1932. Allir sem lentu í því hefðu skotið verðbréfamiðlarann sinn. Ef ég hef rétt fyrir mér þá verður þetta stærsta hrun á ævi okkar, mest af því mun gerast árið 2024. Þið munið sjá það hefjast og verða skýrara í maí.“
Reikna með 63% falli hlutabréfamarkaða
Spár Harry Dent um fjármálahrun eru ekki nýjar. Ár 2009 skrifaði hann bókina „Kreppan mikla fram undan“(The Great Depression Ahead) sem spáði verulegu markaðshruni. Á undanförnum vikum hafa ýmsir sérfræðingar einnig spáð um verulegt hrun á hlutabréfamarkaðnum í nánustu framtíð. John Hussman, forseti fjárfestingarsjóðsins Hussman sem sá fyrir hrunið 2008, sagði í athugasemd í október:
„Miðað við ríkjandi markaðsmat áætlum við að neikvæð heildarávöxtun sé líkleg fyrir S&P 500 á næstu 10–12 árum. Ávöxtun hlutabréfamarkaða miðað við skuldabréf verði líklega með því versta í sögunni og að tap markaðarins verði – 63%, þegar þessari lotu lýkur. Það er í samræmi við ríkjandi verðmat og einnar aldar sögu markaðarins.“
Röng spá?
Í nýlegri athugasemd hækkaði fjárfestingarbankinn Goldman Sachs S&P 500 markmið sín fyrir 2024 um 8% í 5.100. Spáir bankinn meðvindi fyrir bandarísk hlutabréf vegna lækkandi verðbólgu og lækkandi vaxta. Fyrirtækið skrifaði svo seint sem í síðustu viku:
„Þegar horft er fram á við ætti, þá ætti ný efnahagsstjórn að styrkja hlutabréf með veikan efnahagsreikning og eru viðkvæm fyrir hagvexti, bæði með batnandi hagvexti og lægri vöxtum.“
Seðlabankastjóri Jerome Powell sagði í síðustu viku, að aðhaldstímabili bandaríska seðlabankans í peningamálum væri líklega lokið, þar sem verðbólgan lækkar hraðar en búist var við og að umræða um lækkun viðmiðunarvaxta væri „í sjónmáli.“ Yfirlýsingin hjálpaði til við að ýta S&P 500 nærri methámarki. Goldman býst við að Fed lækki stýrivexti um 25 punkta á stefnufundum sínum í mars, apríl og maí sem lækka viðmiðunarvexti á bilinu 4 – 4,25% í árslok frá 5,25 – 5,5%.
Góðar horfur frá Goldman Sachs koma samtímis og önnur fyrirtæki hafa aukið væntingar sínar um vaxtalækkanir af hálfu seðlabankans. Bank of America Global Research telur, að seðlabankinn lækki vexti um 100 punkta á næsta ári sem hefst með 25 punkta lækkun í mars.