„Hnattræn hlýnun“ að baki metkulda í Kína

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Sú staðreynd að það er metkuldi í Kína núna er vegna hlýnunar jarðar, ef marka má sænska miðilinn Omni. Í fyrirsögn miðilsins segir: „Hnattræn hlýnun að baki metkulda í Kína.“

Greinin fjallar um kuldakast í Kína þar sem ekki hafa verið jafn margar klukkustundir af frosti í desember og á þessu ári síðan 1951.

Á aðfangadagskvöld höfðu verið 300 klukkustundir af frosti í Peking. Í níu daga í röð var hitinn undir tíu stiga frosti.

Að sögn Omni fann Reuters kínverskan sérfræðing sem útskýrir, að kuldakastið í Kína sé „hlýnun jarðar“ að kenna. Sha Sun segir við Reuters:

„Hlýnunin leiðir til veikingar á hringrás pólsins á norðurslóðum, sem auðveldar köldu lofti í hvirflinum að færast suður og stuðla að kuldaköstum.“

Ekki verið jafnmikið kuldakast í Peking síðan 1951.

One Comment on “„Hnattræn hlýnun“ að baki metkulda í Kína”

Skildu eftir skilaboð