Kanada bjargað: ókeypis dömubindi á karlaklósettum þingsins

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Það verður ekki af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada skafið. Hann og glóbalistaflokkur hans þekkja vandamálin innan til og utan. Þeim hefur tekist að leysa eitt af höfuðvandamálum ríkisins til lengri tíma litið á snilldarlega hátt: Ókeypis dömubindi eru núna á karlaklósettum þingsins. Allt er til reiðu, þegar þingmenn sem heimsækja karlaklósettin, hafa á klæðum.

Á meðan venjulegir Kanadamenn hafa áhyggjur af hækkun framfærslukostnaðar og álíka smámálum, þá var skarpt auga Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og frjálslyndra fókuserað á það mikilvægasta: Skorti á dömubindum á klósettum þingsins. Ábyrg, stefnumarkandi ákvörðun var tekin og ókeypis dömubindi og hreinlætispúðar eru núna aðgengilegir á karlaklósettum kanadíska þingsins.

Hin nýja lausn takmarkast ekki bara við þingið. Opinberir vinnuveitendur á flugvöllum og herstöðvum verða að sjá til þess að hin nauðsynlegu dömubindi séu á öllum klósettum burt séð kyninu sem auðkennt er á hurðinni.

Kanadíska þingkonan Linda Frum, öldungadeildarþingmaður íhaldsmanna, deildi fréttinni á X-inu:

„Áður fyrr, þegar það voru bara konur sem fengu tíðir, þá þurftum við að borga fyrir okkar eigin vörur. En núna þegar karlmenn hafa tíðir líka, er skylt að hafa þessar vörur ókeypis frá og með þessari viku á öllum herra snyrtiherbergjum á öllum alríkisvinnustöðum, þar á meðal þinghúsinu þar sem þessi mynd var tekin í dag.“

One Comment on “Kanada bjargað: ókeypis dömubindi á karlaklósettum þingsins”

  1. Heimskan og sjálfs blekkingin ríður ekki við einteyming í þessum Guðsvolaða heimi. Karlmenn fara ekki á túr punktur og basta og hættið þessu heimsku kjaftæði.

Skildu eftir skilaboð