Skora á dómsmálaráðherra að taka allar umsóknir palestínskra umsækjenda til skoðunar

frettinInnlent6 Comments

No borders samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, að taka til skoðunar „allar umsóknir“ Palestínumanna um hæli og fjölskyldusameiningu á Íslandi.

Ráðhildur Ólafsdóttir sendi jafnframt erindi fyrir hönd samtakanna, til allra þingmanna og ráðherra á Alþingi Íslendinga, þar sem hún óskar eftir því að löggjafarvaldið taki umsóknir frá Palestínu til skoðunar og veiti þeim hæli vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs.

Ráðhildur Ólafsdóttir

Í erindinu segir:

„Við köllum eftir tafarlausum aðgerðum frá dómsmálaráðherra!

Hér á landi er flóttafólk frá Palestínu sem bíður svara frá Útlendingastofnun eða Kærunefnd útlendingamála varðandi umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Ætla íslensk stjórnvöld að bregðast þeim Palestínumönnum sem eru hér í algjörri neyð?

Við skorum á dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, að gera þá kröfu að Útlendingastofnun taki allar umsóknir palestínskra umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem hér eru, til efnislegrar meðferðar án tafar og veiti þeim alþjóðlega vernd í kjölfarið á grundvelli 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016.

Í ljósi þeirra skelfilegu atburða sem hafa átt sér stað á Gaza og þeirra áfalla sem Palestínumenn hafa orðið fyrir á undanförnum vikum teljum við að sérstakar ástæður í skilningi 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga eigi við í málum palestínskra umsækjenda sem mæla með því að umsóknir þeirra verði teknar til efnismeðferðar hér á landi.

Það ber að minna á að umsókn um alþjóðlega vernd verður að hafa verið samþykkt til þess að unnt sé að sækja um fjölskyldusameiningu. En margt palestínskt flóttafólk hér á landi á fjölskyldur á Gaza og hefur engin úrræði til þess að koma ástvinum sínum í skjól og bíður hér milli vonar og ótta eftir svörum um eigin afdrif og fjölskyldna sinna.

Með von um skjót viðbrögð,“

Ráðhildur Ólafsdóttir

Palestínumenn sem nú þegar hafa fengið hæli hér á landi, óska jafnframt eftir fjölskyldusameiningu hið snarasta og hefur hópurinn komið sér fyrir í tjöldum með palestínska fánanum fyrir utan Alþingi.

Palestínumenn hafa komið fyrir tjöldum með palestínska fánanum fyrir utan Alþingi.

Ætla að sitja sem fastast fyrir utan Alþingi

Palestínski hópurinn sem hefur fengið hæli á Íslandi segir m.a.:

„Við erum hópur Palestínufólks sem býr á Íslandi. Íslenska ríkið samþykkti umsókn okkar um vernd eftir mjög, mjög langa bið. Samþykktin gerði okkur loks kleift að sækja um fjölskyldusameiningu. Eftir að við sóttum um fjölskyldusameiningu biðum við í eitt og hálft ár eftir svörum frá Útlendingastofnun, en fengum engin fyrr en stríðið sem nú geisar hafði byrjað. Hér eru palestínsk börn sem hafa beðið eftir foreldrum sínum og systkinum í tvö og hálft ár.

Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.

Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það.“

Færsluna í heild má sjá hér neðar:

6 Comments on “Skora á dómsmálaráðherra að taka allar umsóknir palestínskra umsækjenda til skoðunar”

  1. Hvaða RÖK eru á bak við þetta bull? Það er alveg á hreinu að það ríkir ófremdarástand í hælisleitendamálnum hér á landi og svo liggur fyrir að með hverjum hælisleitanda frá Palestínu er von á 20 manns úr ætt mannsins til viðbótar.

  2. Það þarf auðvitað að koma þessu fólki frá sem hér er í ríkisstjórn … Alþingi Íslendinga hefur verið tekið höndum af erlendum öflum.. Við höfum ekkert sjálfstæði lengur… Hningnun íslensku þjóðarinnar er óumflýjanleg þökk sé landráðsfólkinu.

  3. Ráðhildur er svona týpiskur Lista bjáni sem er í raun activisti og er að berjast fyrir réttindum fólks sem gefur konum einmitt enginn réttindi

  4. Yfir 400 milljónir tala arabísku. Arabíska er opinbert tungumál í 24 ríkjum. Þetta fólk hefur risa stórt svæði.
    Þessi hópur ásamt spænskumælandi fólki frá Suður-Ameríku á aldrei að fá hæli hér. Þetta fólk hefur nóg pláss og lönd til að velja um með svipaða menningu og siði.
    Þannig allt tal um að þetta fólk þurfi hæli hjá örþjóð í Norður-Atlantshafi er rugl.

    Ísland ber enga ábyrgð á því sem er að gerast þarna í Ísrael og Palestínu. Það fólk sem heldur því fram er siðblint og mjög veikt. Sérstaklega það fólk sem vill meina að eitthvað af því sem er að gerast á Gasa sé gert í okkar nafni. Halló Kleppur.
    Ísland er herlaust ríki í Norður-Atlantshafi. Örþjóð.

    Svo er hér húsnæðiskreppa. Það er verið að henda fólki úr leiguíbúðum til að koma fyrir hælisleitendum. Fávitaskapur.

  5. Sýrland Venesúela Úkraína……land eftir land aftur og aftur þó að landið sé í bullandi vanda að hýsa þá sem fyrir eru komnir og núna er það Palestína sem engin nágrannaþjóð vill taka eða hleypa inn i sin lönd. Múslimar að mestu og hvað sem góða fólki hrópar halelúja hósanna hósanna fallegt æðislegt frábær fjölmenning þá er þetta kjaftæði að sliga landið niður í skítinn.
    Stjórnvöld hættið nú þessum endalausa“ góða fólks” leik þegar það reynist ílla vont og gera landsfólki sem er hér fyrir og rústa aðstæðum fasteignamarkaði og efnahag landsins. Sinnið eigin fólki takk fyrir.

  6. I was recommended this website by my cousin I am not sure whether this post is written by him as nobody else know such detailed about my trouble You are amazing Thanks

Skildu eftir skilaboð