Gústaf Skúlason skrifar:
Mjög umdeild og hugsanlega ólögleg kosning sósíalistans Lula da Silva sem forseta Brasilíu, voru ekki einu slæmu fréttirnar sem ásækja lýðræðið í stærsta landi Suður-Ameríku.
Eftir að Joe Biden var „kjörinn“ í Bandaríkjunum og sendi William Burns, forstjóra CIA, til Brasilíu sem fyrsta opinbera sendifulltrúa sinn, þá fóru hlutirnir af hjörum í brasilíska dómskerfinu.
Linnulaus þrýstingur á samfélagsmiðla að ritskoða hægri skoðanir
Sérstaklega hafa glóbalistar og stjórnlausir hæstaréttardómarar í Brasilíu, tekið margvíslegar ákvarðanir sem eru bæði fáránlegar og samtímis skaðlegar fyrir samfélagið. Margir voru strax ritskoðaðir og þrýstingurinn hefur verið linnulaus á samfélagsmiðla að falla á kné fyrir harðstjórninni.
Myndbanda-, vefhýsingar- og skýjaþjónustufyrirtækið Rumble, með aðsetur í Ontario, Kanada, neitaði að fylgja dómsúrskurði í janúar um að loka íhaldssamri veitu Monark. Rumble áfrýjaði málinu til brasilíansks réttar í júní. En á endanum fékk Rumble nóg og ákvað að „yfirgefa“ Brasilíu og hindra aðgang að miðlinum þar, frekar en að framfylgja ritskoðun harðstjórnar landsins.
Hvikum ekki frá markmiðum um opið Internet
Chris Pavlovski skrifar á X (sjá að neðan):
„Nýlega kröfðust brasilískir dómstólar, að við fjarlægðum ákveðna höfunda frá Rumble. Sem hluti af verkefni okkar til að endurheimta ókeypis og opið internet, þá höfum við skuldbundið okkur til að hvika ekki frá markmiði okkar. Notendur með óvinsælar skoðanir hafa frjálsan aðgang að vettvangi okkar samkvæmt sömu skilmálum og milljónir annarra notenda okkar. Í samræmi við það höfum við ákveðið að loka fyrir aðgangi að Rumble fyrir notendur í Brasilíu, á meðan við stríðum gegn lögmæti krafna brasilískra dómstóla.“
„Við erum vonsvikin yfir þeim dómsúrskurði sem meinar brasilísku þjóðinni að skoða mikið úrval af efni Rumble. Þessi aðgerð mun ekki hafa efnisleg áhrif á viðskipti okkar en við vonum að brasilískir dómstólar endurskoði ákvarðanir sínar, svo við getum hafið þjónustu fljótlega að nýju.“
I will not be bullied by foreign government demands to censor Rumble creators.
My statement on turning off Brazil. pic.twitter.com/gyxGllrFuL
— Chris Pavlovski (@chrispavlovski) December 22, 2023
2 Comments on “Rumble lokar í Brasilíu – neitar að ritskoða hægri skoðanir”
Já Gústaf, hægri öfgamenn eins og þú eiga að fá að tjá sig. Þannig er hægt að vita að það er ekki hægt að taka mark á neinu sem frá þér kemur enda ertu ekki hæfur til að hafa sjálfstæða og óháða skoðun. Þú ert sannkallaður bergmálshellir á skoðanir manna sem vilja í nafni frelsis níðast á öðrum til þess að þurfa ekki að vinna fyrir ykkur, það er svo mikið betra að láta aðra vinna fyrir sig.
Ég get nú ekki betur séð að hann Gústaf sé einmitt með sjálfstæða skoðun á þessum hlutum ólíkt vinstra glóbalistahyskinu sem vill ritskoða og banna allar aðrar skoðanir enn þeirra eigin.