Tólf áramótabrennur á höfuð­borgar­svæðinu í kvöld

frettinInnlentLeave a Comment

Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík að þessu sinni. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða engar brennur.

Í Garðabæ verða þær tvær, ein við Sjávargrund klukkan 21:00 og á Álftanesi nærri ströndinni norðan við Gesthús klukkan 20:30.  Á Seltjarnarnesi verður brenna á Valhúsahæð klukkan 20:30 og í Mosfellsbæ neðan Holtahverfis við Leirvoginn klukkan 20:30.

Útlit er fyrir góða spá í kvöld, landsmenn eru hvattir til að taka með sér hlífðargleraugu og hanska, hafa hunda í taumi og loka ketti innandyra.

Umsjón með brennunum er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka. Gott eftirlit og vöktun er með brennum og svo er slökkt í þeim tímalega um kvöldið, að því er segir á vef Reykjavíkurborgar.

Áramótabrennur í Reykjavík:
  • Við Ægisíðu, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, tendrað kl. 21:00.
  • Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, kl. 20:30.
  • Við Jafnasel, lítil brenna, kl. 20:30.*
  • Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, kl. 20:30.
  • Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15:00)

*Brenna sem hefur verið við Suðurfell fellur niður því þar er nú framkvæmdasvæði vegna gerðar Arnarnesvegar. Lítil brenna verður í staðinn við Jafnasel kl. 20:30 og verður brennutími ein klukkustund.

Skildu eftir skilaboð