Heimsmálin: Átakalínur við glóbalistana skerpast og skýrast – þýskir bændur mótmæla

frettinGústaf Skúlason, Heimsmálin, Margrét FriðriksdóttirLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hlutirnir gerast hratt og eru stórir um þessar mundir. Þýskir bændir eru í framvarðarlínunni í vörninni fyrir fæðukeðju jarðarbúa og eigin afkomu. Glóbalistarnir reyna að fá okkur til að trúa því, að hitastig jarðar fari eftir því hversu mikið kýr og aðrar grasætur ropa og reka við. Eina leiðin til að skrúfa niður hitamælinn sé að slátra skepnunum. Við það verður landbúnaður tilgangslaus, bændur settir á bás með glæpamönnum og hungri sett á borð sem áður dignaði undan kræsingum.

Fólk ætti að flykkja sér til stuðnings bændum, því þeirra eigin afkoma er ekki bara í veði – heldur allra okkar hinna líka. Án bænda – enginn matur!

Svíar orðnir stríðsæsingamenn númer eitt í Evrópu

Þá ræddu þau Margrét og Gústaf um digurbarkalegar yfirlýsingar æðstu ráðamanna Svíþjóðar að undanförnu en mikið varnarmálaþing var haldið um helgina í Norður-Svíþjóð. Er skemmst frá því að segja að Svíþjóð er hálflömuð eftir yfirlýsingarnar. Fólk leitar að prímusum, neyðarútvarpi og matvælapökkum til að vera undirbúin árás frá Rússum sem bæði yfirhershöfðinginn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lofað landsmönnum. Börn landsins sem mega sæta þeirri óáran að æfa ferðir í paníkherbergi leik- og grunnskóla og jafnvel klæðast skotheldum vestum til að verja sig gegn byssubófum, fá núna stríðið við Rússland um hálsinn. Ekki að furða þótt hjálparlínur barna hafi verið glóðheitar síðan af óttaslegnum börnum sem spyrja flest: Er stríðið að koma? Hvenær kemur stríðið?

Finnsk fréttakona varð yfir sig hneyksluð á öllum þessum stríðsáróðri og sagði í móðurlegum tón, að enginn stjórnmálamaður í Finnlandi myndi tala af slíku gáleysi. Í Finnlandi tala menn varlega með stór orð eins og stríð. Rússarnir veltast um af hlátri og segja að Svíar hafi gleymt fyrri óförum á rússneskri grund og telji sjálfa sig betri en þeir eru í raun og veru.

Fasískar aðgerðir gegn fjölmiðlum og stjórnarandstæðingum í Póllandi

Ástandið í Póllandi var rætt, því hinn nýji forsætisráðherra landsins, fyrrum yfirbúrókrat ESB, hefur sigað lögreglu á fjölmiðla til að henda ritstjórnum og blaðamönnum út. Í staðinn eru ESB bullur settar inn til að tryggja eihliða áróður hinnar nýju ESB sinnuðu ríkisstjórnar. Tusk er á góðri leið með að breyta Póllandi í lögregluríki, því hann sigaði lögreglunni einnig inn í forsetahöllina og handtók fyrrum innanríkisráðherra og aðstoðarmanni hans. Tugir þúsunda mótmæla fyrir utan þingið þegar þessi orð eru skrifuð.

Viðtal Tucker Carlson, blaðamaðurinn góðkunni sem Fox þoldi ekki lengur vegna allra sannleiksorða og skynsemi sem flýtur af vörum hans, átti nýlega ótrúlegt viðtal við Bret Weinstein, prófessor í þróunarlíffræði. Boðskapur prófessorsins er að traust fólks á heilbrigðisyfirvöldum og fyrri bóluefnunum hafi verið notað til að smeygja Covid-trójuhestinum inn á gafl. Með lokunum og þvingunum var gerð æfing í að slá út fullveldi og stjórnarskrár vestrænna ríkja í byggingu alræðsikerfis sem enn er verið að byggja. Með því að kalla mRNA tæknina bóluefni hafi allir verið blekktir. Hvað ef þeir hefðu sagt: þetta er flutningatækni fyrir erfðavísa? Hefði nokkur maður þá viljað taka sprautuna? Samkvæmt prófessornum var tilgangur Covid-martraðarinnar að leggja grunninn að „alræðis plánetu.“

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn:

Skildu eftir skilaboð