Gústaf Skúlason skrifar:
Nató verður með gríðarmikla heræfingu sem hefst í næstu viku með 90. 000 hermönnum. Er æfingin sú stærsta í 40 ár að sögn bandaríska hershöfðingjans Christopher Cavoli, sem er æðsti hershöfðingi Nató í Evrópu. Tilkynnti Cavoli fyrirætlun Nató á blaðamannafundi s.l. fimmtudag.
Öll 31 Nató-ríkin ásamt Svíþjóð munu taka þátt í æfingunni sem standa mun fram í maí. Verið er að æfa viðbrögð við „hugsanlegri atburðarás gegn næstum jöfnum óvini.“ Æfður verður flutningur hermanna yfir Atlantshafið, frá Bandaríkjunum til Evrópu og frá Noregi gegnum Svíþjóð yfir til Finnlands og Eystrarsaltsríkjanna. Cavoli sagði:
„Staðfastar varnir „Steadfast Defender 2024″ mun verða skýr sönnun á einingu okkar, styrk og staðfestu til að verja hvert annað, gildum okkar og hinnar alþjóða heimsskipunar.“
Á blaðamannafundinum notaði Rob Bauer aðmíráll, formaður hermálanefndar Nató, einnig tækifærið til að hæla baráttu Úkraínu gegn Rússlandi. Bauer sagði:
„Úkraína hefur lifað af sem fullvalda sjálfstæð þjóð í Evrópu. Þeir standa núna nær Euro-Atlantshafsfjölskyldunni en nokkru sinni áður.“
Stærsta æfing í sögu Nató var í Bretlandi árið 1984. Þá tóku yfir 140.000 hermenn þátt í æfingunni, aðallega breskir hermenn. Að neðan má sjá myndskeið frá blaðamannafundi Nató um heræfinguna.
One Comment on “Nató með 90.000 manna her á stærstu æfingu í Evrópu í 40 ár”
The circus is in the town!
Ætli Evrópu væri ekki nær að leiðbeina kananum út úr Evrópu, þeir virðast ekki hafa fundið leiðina heim frá lokum seinna stríðs. Ég segi nú bara mikið djöfull eru Evrópulöndin vitlaus, þau ætla að hanga í rassgatinu á einræðisherrunum í vestri fram í hið óendanlega. Helvítis kaninn er búinn að stórskaða Evrópu á undan förnum árum. Þessi blessuðu NATO árásarsamtök ættu frekar að leggjast yfir það hverjir sprengdu Nordstream gasleiðslurnar á láta viðkomandi svara til saka?
Þvílíkir fávitar!!!