Doktor Kevin Roberts lét glóbalistaelítuna í Davos fá það óþvegið

frettinDavos, Gústaf Skúlason, WEFLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Doktor Kevin Roberts, forseta samtaka fyrir arfleifð Bandaríkjanna (Heritage Foundation) var boðið á ráðstefnu World Economic Forum, WEF í Davos, Sviss. Var hann einn af þátttakendum í pallborði sem bar yfirskriftina: „Hvað má búast við frá mögulegri ríkisstjórn repúblikana?“

Í greinargerð sem Roberts skrifaði fyrir ráðstefnuna útskýrir hann, hvers vegna hann ákvað að fara til Davos. Hann þáði boðið til að koma ákveðnum skilaboðum til heimselítunnar og reyndar alls heimsins:

„Davos verður að sætta sig við siðferðilegar dyggðir, hagnýtan ávinning og sjálfsögð réttindi þjóða, fjölskyldna og einstaklinga til að ráða sér sjálf. Annars munum – VIÐ FÓLKIÐ – taka málin í okkar eigin hendur.“

Þarf að vinna gegn öllu því sem World Economic Forum hefur lagt til

Roberts flutti svo sannarlega þessi skilaboð. Þegar hann fékk spurninguna um, hverjir yrðu líklegir til að ganga til liðs við nýja ríkisstjórn Trumps, þá sagði Roberts að það væru þeir sem vildu uppræta „þau kverkatök sem pólitíska elítan og ókjörnir teknókratar hefðu náð á venjulegu fólki.“ Roberts bætti við:

„Sú áætlun sem sérhver ríkisstjórnarmeðlimur þarf að hafa, er að setja saman lista yfir allt það sem World Economic Forum hefur einhvern tíma lagt fram og vinna gegn því öllu í heild sinni.“

Skilgreina landbúnað og sjávarútveg sem „umhverfismorð“

Fullyrðingar Roberts eru byggðar á raunverulegum ótta fólks við alræðistillögur WEF. Glóbalistaelítan hefur rætt um að mynda „nýja heimsskipun,“ ritskoðun á „misvísandi og villandi upplýsingum“ og skilgreint landbúnað og sjávarútveg sem „umhverfismorð.“

Umræðan um nýtt forsetaembætti repúblikana snerist að mestu leyti um hræðsluna við Trump – að hann muni draga Bandaríkin út úr Nató, hætta aðstoð til Úkraínu og binda enda á meinta loftslagsstefnu. Gerard Baker, aðalritstjóri The Wall Street Journal, sagðist jafnvel hafa áhyggjur af því, að annað kjörtímabil Trumps gæti leitt til einræðis.

Ásakar elítuna fyrir að halda því fram að raunveruleikinn sé X þegar hann er Y

Roberts kallaði hræðsluáróðurinn „fráleitan“ og „hlægilegan“ og bætti við að það væri kaldhæðnislegt að heyra orðið „einræði“ notað í Davos. Doktor Kevin Roberts benti réttilega á, að „hvorki WEF-elítan, fjölmiðlarnir, akademían, ríkis- né alþjóðastofnanir, fyrirtæki eða listir“ kæri sig neitt um að varðveita „lýðræðið.“ Þeir óttast Trump vegna þess að Trump er tilvistarógn sem forseti við völd þeirra. Roberts var ekki neitt að draga úr þeim ótta. Hann sagði:

„Pólitíska elítan segir venjulegu fólki … að veruleikinn sé X, þegar raunveruleikinn er Y.“ Roberts hundskammaði Davos-elítuna fyrir að segja fólki „að það sé í lagi að hafa opin landamæri og ólöglega innflytjendur. Í rauninni hefur þessi afstaða elítunnar rænt bandarískum lífsstíl af fólkinu.“

Jarðefnaeldsneyti hefur lyft milljarði manna út úr fátækt

Roberts fordæmdi einnig elítuna fyrir að hræða fólk til að trúa því að „svokallaðar loftslagsbreytingar“ séu „tilvistarleg“ ógn við mannkynið og benti á að „lausn“ Davos við hinni meintu loftslagskreppu sé að drepa fólk. Hann útskýrði:

„Meira en milljarði manna í heiminum hefur verið lyft út úr fátækt á síðustu 35 árum vegna jarðefnaeldsneytis. Samt eru heimsendaspámenn að leggja niður orkuframleiðslu til að skipta yfir í ófullnægjandi græna orku.“

Kína er aðal óvinurinn

„Kína er aðal óvinurinn – ekki bara Bandaríkjanna, heldur gagnvart frelsi fólks á plánetunni Jörð. Við segjum það bara ekki í Davos, – við gefum kínverska kommúnistaflokknum grunninn.“

Leiðtogar eiga ekki að leiðbeina sauðum heldur vekja ljón

Roberts sagðist treysta á, að Trump tækist á við ólöglega innflytjendur, vistfasismann og Rauða Kína:

„Ég held að Trump forseti, ef hann vinnur raunverulega sitt annað kjörtímabil, muni verða innblásinn af viturlegum orðum Javier Milei, sem sagði að hann væri ekki við völd til að leiðbeina sauðum, heldur til að vekja ljón. Þetta er það sem sem hinn venjulegi Bandaríkjamaður og hin meðalfrjálsa manneskja á plánetunni Jörð vilja að leiðtogarnir geri.“

Við fólkið – þurfum að taka málin í okkar eigin hendur

Roberts tók upp hanskann fyrir öll fórnarlömb WEF sem þjást af háu orkuverði, ógnum við ferðafrelsi, kjötneyslu og auknum árásum á málfrelsi og mannréttindi. Ummæli hans munu því miður ekki breyta miklu hjá glóbalistaelítunni. Roberts sagði eftir fundinn, að hann hefði litla trú á því að WEF hefði hæfileika til að endurbæta eða tileinka sér sýn „göfugrar skuldbindingar“ á heiminum. Roberts endar greinargerð sína á þessum orðum:

„Fyrr eða síðar mun venjulegt fólk, verkamenn og fjölskyldur sem axla byrðar glóbalísku elítunnar í Davos, endurheimta einstaklingsréttindi sín og fullveldi þjóðarinnar. Eina spurningin er sú, hvort elítunni tekst að snúa við spilltum stofnunum aftur í átt að trausti og áreiðanleika áður en – VIÐ FÓLKIÐ – tökum málin í okkar eigin hendur.“

Smelltu á spilarann hér að neðan til að heyra umræðurnar:

Skildu eftir skilaboð