Gústaf Skúlason skrifar:
Jóhann Elíasson viðskiptafræðingur hefur sent frá sér athyglisverða samantekt á upphafi og sögu ESB þar sem hann lýsir aðdragandanum að stofnun ESB. Lýsir hann ástandinu í lok seinni heimsstyrjaldarinnar sem nasistar töpuðu og þróun á viðleitninni að sameina Evrópu í Bandalagsríki líkt og Bandaríkin. Hitler og nasistaflokkur hans „Hinn Þjóðlegi Sósíalistíski Þýski Verkamannaflokkur“ ólu allan tímann þennan draum sem síðar var haldið áfram með að raungera m.a. með mörgum af fyrrverandi virkum meðlimum nasistaflokksins.
Jóhann Elíasson, viðskiptafræðingur BSc frá Háskólanum á Akureyri, rekstrarfræðingur frá Agder Distriktshøgskole í Noregi, iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands og stýrimaður (annað stig) frá Stýrimannaskólanum í Rvík. Jóhann skrifar í inngangi ritsins:
„Ég var mikill ESB sinni allt þar til ég tók mig til og kynnti mér almennilega sambandið en þá snérist hugur minn til ESB um 180°. Eftir því sem árin hafa liðið hefur miðstýringarárátta sambandsins aukist og alltaf aukast áhrif ESB á stjórnun landa innan ESB og landa innan EES (Evrópska Efnahags Svæðisins). Íslenska stjórnarskráin heimilar EKKERT afsal fullveldis, því er spurning hvort EES samningurinn standist nokkuð stjórnarskrána og eigi ekki bara einfaldlega að segja samningnum upp?“
„Okkur hefur löngum verið talin trú um það að Kola- og Stálbandalagið (forveri ESB), hafi verið stofnað af þeirri hugsjón einni að í Evrópu verði ALDREI aftur stríð og lönd Evrópu myndu lifa í sátt og samlyndi til eilífðarnóns. En þetta er blekking og langt frá sannleikanum og eingöngu til þess að breiða yfir hvað raunverulega var í gangi og hefur verið síðan fyrstu hugmyndirnar um sameinaða Evrópu, komu fyrst fram. Þeir aðilar sem stjórna ESB, hefur gengið MJÖG vel að halda fortíð ESB leyndri og öflugir PR-menn hafa í anda Göbbels hafa haldið úti MIKILLI áróðursherferð, í þeim tilgangi að halda fortíð ESB leyndri og „hvítþvo“ þær persónur, sem voru stofnaðilar ESB og viðhalda þeirri blekkingu sem hefur verið í gangi í áratugi.“
Jóhann rekur síðan feril þekktra nasista og hvernig kerfið kom þeim hjá dómi og jafnel settir í ráðandi stöður áfram í því ferli sem leiddi fram til stofnunar Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Allt ferlið tengist fjármálakerfinu með seðlabönkum ríkja og seðlabanka allra seðlabanka: Bank of International Selltements í Basel, Sviss, ásamt Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðnum AGS og Alþjóðabankanum.
Jóhanni er tíðrætt um lýðræðið og sýnir fram á að ESB var aldrei neitt lýðræðisverkefni, þrátt fyrir fagurgala um lýðræðið. Andi hins Þjóðlega sósíalistíska þýska verkamannaflokks virðist hafa átt ítök í ferlinu öllu og glyttir í sjálfan nasismann ef vel er að gáð.
En lestur er sögu ríkari og lesa má samantekt Jóhanns Elíassonar á pdf hér að neðan. Hann veitti góðfúslegt leyfi til birtingar samantektarinnar og hefur áður birt hana á bloggi sínu blog.is. Glóbalistarnir í Davos með öllum þeim brjálæðishugmyndum sem þeir hafa fyrir jarðarbúa eru eins og vofur nasismans í öllu sínu veldi: Vilja koma á einni heimsstjórn og gera jarðarbúa að öreigum og vélmennum sem stjórnað er af gervigreind. Í því ljósi verður samantekt Jóhanns enn mikilvægari og varpar ljósi á tengingar sem hafa verið faldar almenningi fram að þessu.