Fjöldi ólöglegra innflytjenda eykst stöðugt til ESB

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, InnflytjendamálLeave a Comment

Árið 2023 var slegið met í ólöglegum innflutningi til ESB – ekki síðan í öngþveiti innflytjendamála ár 2016 hefur fjöldi hælisumsókna frá ólöglega aðfluttu fólki verið svo mikill.

Tæplega 1.050.000 manns sóttu í fyrsta sinn um hæli í einhverju af 27 löndum ESB  árið 2023, samkvæmt tölum frá Eurostat sem Evrópugáttin vekur athygli á. Þetta er þriðja hæsta talan síðan byrjað var að safna gögnum árið 2008 og nýtt met fyrir áratuginn.

Á sama tíma fengu Svíþjóð aðeins færri umsóknir en árið 2022. Fjöldi hælisumsókna ár 2023 var sá lægsti síðan mælingar hófust. Ólöglegu innflytjendurnir setja stefnuna á Þýskaland, samkvæmt tölfræði Eurostat. Innflutningur fjölskyldna og tengdra ættingja er áfram hömlulaus og innflutningur vinnuafls er einnig mikill.

Um áramótin voru tæplega 30.000 umsóknir í Svíþjóð um innflutning fjölskyldumeðlima, flestar frá Sýrlandi, Afganistan og Erítreu. Er um að ræða aðstandendur einstaklinga sem hafa áður komið ólöglega og fengu hæli.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð