Sagt er að 50 ára líffræðilegum karlmanni sem flokkar sig nú sem konu, hafi tekist að hafa barnabarn sitt „á brjósti“ með því að taka inn tilraunahormón. Samkvæmt rannsókn Duke háskólans framleiddi maðurinn 30 ml af mjólk við hverja brjóstagjöf eftir fjögurra vikna hormónameðferð.
Mail Online greinir frá því að vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í tímaritinu Breastfeeding Medicine, sögðu að sjúklingurinn hefði lýst „einstakri löngun“ sinni á brjóstagjöf fyrir nokkrum árum:
Sjúklingurinn lýsti fyrst þeirri einstöku löngun að hafa væntanlegt barnabarn sitt á brjósti í tíma hjá kirtlafræðingi vorið 2022. Maðurinn upplýsti að þessi hugmynd hafi komið til á síðustu stundu, þegar dóttir hans átti að fara að fæða barn. Aðal hvatningin var að fá að upplifa brjóstagjöf sem hann hafði ekki getað upplifað með fimm börnum sínum.
Transkonan lýsir brjóstagjöfinni sem tilfinningalegri upplifun sem hjálpar henni að fá „sérstök tengsl“ við barnabarnið sitt:
„Transkonan sagði grátbrosandi að þetta væri merkileg og tilfinningaleg reynsla, sem væri allt öðruvísi en að gefa börnum sínum að borða. Hún segist hafa sérstök tengsl við þetta barn sem hún er þakklát fyrir. Hún harmar að hafa ekki vitað af möguleikanum fyrr og óskar þess, að aðrar transkonur fái að vita að brjóstagjöf til barns getur orðið að veruleika.“
Höfundar rannsóknarskýrslunnar segja niðurstöðurnar jákvæðar fyrir transkonur sem vilja hafa barn á brjósti:
„Þessi skýrsla tekur fyrir nýja árangursríka hormónameðferð fyrir trans sjúklinga sem vilja gefa mjólk og hafa ekki aðgang að domperidoni – galactagogue sem notað var í fyrri tilfellum. Framtíðarrannsóknir á þessu sviði ættu að forgangsraða hóprannsóknum á trans sjúklingum sem þrá að veita brjóstagjöf til að meta frekari mögueika, reynslu og árangur sjúklinganna.“