Trump borgaði 175 milljónir dollara í tryggingu

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Donald Trump er nýbúinn að greiða tryggingarupphæð sem nemur jafnvirði 24,4 milljörðum íslenskra króna. Nú vonast hann til að fá sakleysi sitt sannað.

Donald Trump var áður dæmdur til að borga 464 milljónir dollara tryggingu í máli, þar sem fullyrt er að hann hafi ofmetið eignir sínar. Áfrýjunardómstóll í New York lækkaði upphæðina í 175 milljónir dollara samsvarandi 24,4 milljörðum íslenskra króna.

Trump heldur fram sakleysi sínu og segir í gegnum lögfræðing sinn að hann hlakki til að sanna það. Allina Habba, lögmaður Trumps segir:

„Eins og lofað var, þá hefur Trump lagt fram tryggingaféð. Hann hlakkar til að sanna sakleysi sitt og fá hinum óréttláta dómi hnekkt.“

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð