Louisiana bannar ofurvald Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Alþjóðaefnahagsráðsins

Gústaf SkúlasonErlent, Fullveldi, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Öldungadeild þings Louisiana-ríkis hefur samþykkt frumvarp öldungadeildarinnar með samhljóða atkvæðum. Frumvarpið er djörf yfirlýsing fullvalda ríkis sem leggur grunninn að lagalegri hindrun gegn ofurveldi alþjóðastofnana: Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF).

Frumvarp 133 sem öldungadeildarþingmenn repúblikana, Valarie Hodges og Thomas A. Pressly fluttu auk fulltrúa ríkisins Kathy Edmonston, miðar að því að tryggja, að þessar alþjóðlegu stofnanir hafi hvorki lögsögu né vald innan landamæra ríkisins. Í frumvarpinu segir:

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaefnahagsráðið skulu ekki hafa lögsögu eða vald innan Louisiana-ríkis. Engum reglum, reglugerðum, gjöldum, sköttum, stefnum eða umboðum af neinu tagi af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins skal framfylgt eða leitt í lög af Louisiana-ríki eða neinni stofnun, deild, stjórn, nefnd, stjórnmáladeild, ríkisstofnun, sókn, sveitarfélagi eða öðrum pólitískum aðila.“

Fyrirhuguð löggjöf er svar við því sem margir þingmenn líta á sem árásir þessara samtaka á bandarískt fullveldi og persónufrelsi.

Öldungadeildarþingmaðurinn Hodges, sem er fulltrúi héraðs 13, ræddi við Blaze News um frumvarpið og sagði:

„Við höfum horft á hryllingssögu gerast fyrir framan okkur þar sem tíminn hefur sýnt að „ráðleggingar“ og þvingunarreglur utanaðkomandi stofnana eins og WHO hafa skaðað hundruð þúsunda Bandaríkjamanna.“

Öldungadeildarþingmaðurinn nefndi áhyggjur af öryggi bóluefna og áhrifum alþjóðastofnana á innanríkismál sem helstu ástæður laganna.

Frumvarpið, sem á eftir að fara gegnum fulltrúadeildina undir stjórn repúblikana, var samið til að koma í veg fyrir innleiðingu eða framfylgni hvers kyns reglna, reglugerða, skatta, stefnu eða umboð frá SÞ, WHO og WEF. Í „Heimsfaraldurssáttmála“ WHO eru ákvæði um lögboðið, alhliða stafrænt vegabréf og auðkenniskerfi.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fær einnig alræðisvald til að skilgreina hvað teljist heimsfaraldur. Eins og við höfum séð undanfarin tvö ár, þá flokkast nánast allt sem „tilvistarógn við lýðheilsu,“ þar á meðal, en ekki takmarkað við: rangar upplýsingar, foreldrar sem mótmæla skólanefndum, málfrelsi og – auðvitað – rasismi. Sú staðreynd að WHO er á síðustu sporum að fá alræðisvald til að ákveða þessar ráðstafanir ætti að hræða alla.

Það sem meira er, breytingarnar fela einnig í sér áætlanir um skyldubundinn og alhliða bóluefnapassa sem er undir umsjón WHO. Reyndar hafa glóbalistasamtökin þegar gert samning við þýskt fyrirtæki, kallað „T-Systems“ um að þróa tæknina.

Bandarísk stjórnvöld eru að leiða allar þjóðir inn í alþjóðlegt kerfi dýrsins sem krefst stafræns samræmis til að framfylgja ógnarstjórn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Biden stjórnin staðfesti opinberlega skuldbindingu sína við „lagalega bindandi“ heimsfaraldurssáttmála í fréttatilkynningu í febrúar sem veitir Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) stjórn yfir heilbrigðismálum Bandaríkjanna. Til að komast fram hjá meðhöndlun öldungadeildar Bandaríkjaþings var samkomulagið kallað „sátt“ í staðinn.

Michele Bachmann, fyrrverandi fulltrúi Minnesota í Bandaríkjunum og núverandi yfirmaður stjórnsýsluskólans við Regent háskóla, hefur áhyggjur af að því, að réttindi einstaklingsins verði kastað fyrir róða. Hún sagði í viðtali við Joe Hoft hjá The Gateway Pundit í fyrra:

„Fólk skynjar að það er eitthvað alvarlegt og gríðarlega mikið að, þegar þú og ég og fólk um allan heim erum að missa frelsi okkar og vald til að taka ákvarðanir… Það sem við sjáum er að taka valmöguleika frá okkur. Reyndar er okkur refsað fyrir valmöguleika. Það er verið að ritskoða valmöguleika okkar.“

„Við höfum kannski ekki það frelsi í náinni framtíð sem við nutum jafnvel fyrir 5 árum, 10 árum síðan. Við sjáum þetta ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur erum við að sjá þetta á heimsvísu, í löndum um allan heim … Í dag er ógn vegna heimsyfirráða. Hún virðist koma frá alþjóðlegum stofnunum en einnig frá einstaklingum sem hafa meiri auð en fólk hefur nokkurn tíma séð áður í sögu mannsins….Þeir eru að skipuleggja annan heimsfaraldur rétt handan við hornið. Auðvitað er heimsfaraldurinn bara ásökun fyrir stjórn.“

Louisiana-2024-SB133-Engrossed

Skildu eftir skilaboð