100 miljarðar dollarar eiga að „bjarga“ Úkraínu frá Trump

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, NATÓLeave a Comment

Nató ætlar að senda 100 milljarða dollara til viðbótar – sem samsvarar tæplega 14 billjónum íslenskra króna – til Úkraínu. Fjárfestingin er gerð að sögn til að „verja“ áætlanir hernaðarbandalagsins í Austur-Evrópu gagnvart hugsanlegum sigri Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust.

Politico skrifaði um þessa miklu áætlun á þriðjudaginn. Fréttasíðan í Washington hefur rætt við tvo ónefnda stjórnarerindreka sem upplýsa, að Nató sé að skissa á fimm ára fjármögnunaráætlun fyrir Úkraínu upp á 100 milljarða dollara.

Bakgrunnurinn er ótti við, að Donald Trump vinni forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Repúblikanar á bandaríska þinginu halda áfram að koma í veg fyrir 60 milljarða dollara hjálparpakka – peninga fyrir vopn sem sárvantar á vígstöðvunum gegn Rússlandi.

Gert er ráð fyrir að Trump, ef hann vinnur, semji um endalok stríðsins og neyði líklega Úkraínu til að afsala sér landi.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð