Nýtt: Stór jarðskjálfti í New York borg

frettinErlentLeave a Comment

Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið yfir New York borg nú fyrir stundu.

Notendur samfélagsmiðla hafa deilt færslum um jarðskjálftann sem fannst einnig í New Jersey, Virginíu og Philadelphia.

Megyn Kelly skrifaði á X-inu að skjálftinn hefði fundist í Connecticut.

Síðast varð verulegur jarðskjálfti í New York árið 1884.

Ríkisstjóri New York, Kathy Hochul, sagði: „Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið vestur af Manhattan og hefur fundist um alla New York.

„Teymið okkar er að meta áhrif og tjón sem kann að hafa átt sér stað og við munum uppfæra almenning í allan dag.“

Sérfræðingar höfðu áður varað við því að NYC væri að komast á skjálftatímabil.

Borgin, sem telur 8,5 milljónir manna, er ekki talin í bráðri hættu, en fimm hvefi eru full af brotalínum sem gætu valdið hruni á tugum bygginga.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum var skjálftinn 5,5 að stærð, búist er við einhverjum eftirskjálftum.

Skildu eftir skilaboð