Lars Bern athafnamaður á eftirlaunum og áhrifavaldur, segir í fréttaskýringarþætti Swebbtv, að ESB muni missa allan trúverðugleika vegna misheppnaðrar aðkomu að staðgengilsstríðinu í Úkraínu. „Endalok stríðsins verða því einnig upphafið að endalokum ESB.“
Úkraínustríðið er algjört afhroð fyrir Vesturlönd. Á sama tíma heldur ESB áfram yfirþjóðlegum tilraunum að eyðileggja líf íbúanna í aðildarríkjum sambandsins. Í nýju frumvarpi á þvinga fólk til að henda gömlu bílunum sínum. Til þess að gera bílaiðnaðinn „sjálfbærari“ er okkur sagt. Lars Bern segir:
„Þeir vilja fá vald yfir öllu lífi okkar, við eigum ekki að fá að ákveða neitt sjálf. Við sjáum þessar uppreisnir í Evrópu. Bændur gera uppreisn. Ég held að við munum sjá vaxandi almenna andstöðu gegn þessu.“
„Ég myndi halda að endalok Úkraínustríðsins verði líka upphafið að endalokum ESB. ESB og Nató hafa farið „af fullum krafti“ í þetta stríð. Forðast er eins og heitan eldinn að tala um að reyna að ná friðsamlegum samningum við Rússa.“
Að sögn Berns munu Rússar vinna yfirburðasigur.
„Á endanum verður staðan sú, að ESB missir allan trúverðugleika. Sundrung ríkir innan ESB. Orbán vill ræða málin, Fico vill ræða málin. Það eru margir leiðtogar sem farnir eru að efast um stefnu ESB.“
Að sögn Lars Bern munu andstæðingar stefnu ESB ná sífellt meiri árangri.
„Vestrænir leiðtogar hafa farið út af sporinu. Vesturlönd eru að einangra sig frá umheiminum.“
Hér að neðan má hlýða á viðtalið við Lars Bern á sænsku á Swebbtv: