Dráttarvélamótmæli í Kanada – þetta eru kröfur bænda

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, LandbúnaðurLeave a Comment

Mótmæli bænda eru enn í fullum gangi og bændur krefjast bættra kjara og sanngjarnra skilyrða fyrir lífsnauðsynleg störf sín. Í Quebec-héraði í Kanada óku yfir 300 bændur traktorum sínum að stjórnarbyggingunni á föstudag til að mótmæla slæmum aðstæðum í landbúnaðinum. Mikill mannfjöldi sem styður bændur safnaðist saman á staðnum.

Tilvist bænda ógnað í Kanada

Samkvæmt frétt CTV News telja bændurnir sig vera frammi fyrir „tilvistarkreppu“ þar sem þeir verða m.a. fyrir barðinu á háum framleiðslukostnaði og eldsneytisverði auk alls kyns óþarfa skriffinnskufargans sem tekur tíma.

Bændasamtökin í Quebec „Union des producteurs agricoles“ styðja mótmæli bænda og einn af talsmönnum þeirra – Stephanie Levasseur – var á staðnum:

„Við erum þegar með fólk sem er gjaldþrota. Við erum þegar með fólk sem er að hætta störfum til að fara og gera eitthvað annað. Margir bændur verða þegar að vinna hlutastarf, ef ekki fullt starf, við hlið búskaparins til að ná endum saman.“

Of mikil pappírsvinna

Tilgangur mótmælanna á föstudag var að vekja athygli stjórnmálamanna sem tókst. Genevieve Guilbault, aðstoðarforsætisráðherra Quebec, ávarpaði fjölda bænda og reyndi að sannfæra þá um, að ríkisstjórnin væri á þeirra hlið. Þótt orðin séu falleg, þá tala verkin. Bændur upplýstu valdhafana um að tíminn sem fer í alla pappírsvinnuna sem stjórnvöld krefjast af þeim steli í reynd tíma frá sjálfum landbúnaðarstörfunum.

Skildu eftir skilaboð