Fyrir ESB-kosningarnar í sumar hefur enn eitt landið fengið ríkisstjórn sem ekki hleypur hugsunarlaust á eftir öllu sem ESB-hirðin í Brussel segir. Fyrrverandi utanríkisráðherra Slóvakíu, Ivans Korcok, yfirlýstur stuðningsmaður ESB tapaði fyrir fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, Peter Pellegrini, í seinni umferð forsetakosninganna í Slóvakíu á laugardag.
Vinstri fullveldissinninn Pellegrini stendur nálægt núverandi ríkisstjórn, undir forystu Robert Fico, forsætisráðherra sem gagnrýnir ESB. Korcok er yfirlýstur ESB-sinni sem leggst alfarið gegn vinsamlegri afstöðu Fico til Rússlands og vill binda endi á Úkraínustríðið.
Loft undir vængi andspyrnu gegn stríðsbrölti ESB
Í fyrri umferð, sem haldin var 23. mars, fékk Korcok nokkrum prósentum meira en Pellegrini. Það dugði þó ekki til sigurs því sigurvegarinn verður að fá að minnsta kosti 50% greiddra atkvæða.
Í seinni umferð snérist dæmið við og Pellegrini fékk 53,26% atkvæða en Korcok fékk 46,73%, segir í frétt Reuters. Pelligrini sagði í sigurræðu sinni:
„Ég mun gera allt til að Slóvakía standi með friði en ekki stríði.“
Ríkisstjórn Fico er þekkt fyrir andstöðu sína við að útvega Úkraínu vopn og vill frekar vinna að því að koma á friðarviðræðum. Pellegrini vill stöðva Úkraínustríðið en sagði engu að síður, að Slóvakía yrði áfram „sterkur aðili að ESB og Nató.“