Aðild að Nató veikir aðildarríkin og dregur þau inn í stríðsátök

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, NATOLeave a Comment

Því hefur verið haldið fram varðandi aðild Svíþjóðar að hernaðarbandalagi Nató undir forystu Bandaríkjanna, að Nató styrki öryggi aðildarríkja sinna. En í rauninni er því þveröfugt farið. Aðildarríkin „verða veikari“ því Nató dregur þau inn í stríðsátök. Franski stjórnmálamaðurinn Florian Philippot fullyrðir það í France Info að sögn Tass.

Florian Philippot, flokksleiðtogi „Les Patriotes“ og fyrrverandi ESB-þingmaður, segir að Frakkar eigi að yfirgefa Nató, vegna þess að Nató veiki í raun Frakkland. Hann segir að átökin í Úkraínu séu í raun ekki neitt sem snerti Frakkland:

„Aðild að NATO veikir Frakkland vegna þess að hún dregur okkur inn í stríð sem við höfum ekkert með að gera.“

Ef Frakkland yfirgefur Nató, útskýrir hann, mun landið hætta að vera undir stjórn einhvers annars. Að sögn Philippot eru það í raun Bandaríkin en ekki Rússland, sem trufla málefni Evrópu.

Í annarri færslu á X heldur franski stjórnmálamaðurinn því fram, að Rússar hafi „augljóslega unnið“ Úkraínustríðið á meðan „Nató tapaði.“ Hann vísar í grein í The Times undir yfirskriftinni „Það er kominn tími til að við tölum um fall Kænugarðs.“

Philippot segir að Vesturlönd ættu að hætta að senda vopn til Úkraínu og semja í staðinn um frið.

Skildu eftir skilaboð