Blinken: Úkraína verður meðlimur Nató

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, NATÓLeave a Comment

Úkraína verður aðili að Nató segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eigandi X, Elon Musk, segir að þetta sé bókstaflega byrjunin á kvikmyndinni um kjarnorkuhelförina. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir að Úkraína yrði aðili að Nató á fundi nýlega með utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba. Blinken sagði:

„Úkraína verður aðili að Nató. Markmið okkar á leiðtogafundinum er að hjálpa til við að byggja brú fyrir þessa aðild og skapa skýra leið fram á við fyrir Úkraínu.“

Yfirlýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Hernaðarsérfræðingurinn og fyrrverandi eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna Scott Ritter segir í Judging Freedom (sjá Youtube að neðan), að Bandaríkin séu í paník og viti ekki hvað þau eigi að gera og breiða einfaldlega út vitleysu:

„Við erum á komin á þann stað, þar sem ekkert sem Blinken segir byggist á raunveruleikanum.“

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Bandaríkjanna, Jill Stein, skrifar í færslu á X (sjá neðar):

„Blinken segir bara að Úkraína muni ganga í Nató, sem kemur okkur beint í stríð við Rússland. Biden virðist staðráðinn í að hefja þriðju heimsstyrjöldina og láta drepa okkur öll áður en við getum losað okkur við hann í kosningum.“

Elon Musk skrifar á X:

„Þetta er bókstaflega eins og kvikmyndin um kjarnorkuhelförina byrjar.“

Á miðvikudag sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató:

„Allir bandamenn eru sammála um, að Úkraína verði aðili að Nató:“

 

Skildu eftir skilaboð