Jón Magnússon skrifar:
Heimspekingurinn Karl Popper sagði “þversögn umburðarlyndisins væri þessa: "ef við sýnum ótakmarkað umburðarlyndi, jafnvel þeim sem hafa ekkert umburðarlyndi og erum ekki tilbúin til að verja umburðarlynt þjóðfélag gegn árásum þeirra sem ekkert umburðarlyndi hafa, þá verða þeir umburðarlyndu eyðilagðir og umburðarlyndið líka“
Þegar vinstri woke stjórnmálamenn eins og Katrín Jakobsdóttir reyna að þröngva upp á þjóðina umburðarleysi með sama hætti og Nicole Sturgeon í Skotlandi gerði með lögum um hatursorðræðu. Þá er það tilraun til að eyðileggja umburðarlynt þjóðfélag á grundvelli woke sjónarmiða. Fólki er m.a. bannað að segja sannleikann t.d.að það séu karlmenn sem hafi tippi og konur fari á túr, þá er grunnstoð lýðræðis og mannréttinda rifin niður.
Grunnstoðir umburðarlynda þjóðfélagsins sem Vesturlönd hafa notið umfram allar aðrar þjóðir í heiminum er líka reynt að rífa niður með því að hleypa gríðarlegum fjölda íslamista, sem ekkert umburðarlyndi hafa, inn í vestræn samfélög.
Fyrir 3 árum þ.25.mars 2021 neyddist kennari við grunnskólann í Bartley í Bretlandi til að fara í felur eftir að hafa sýnt myndir af Múhammeð spámanni við kennslu í trúarbragðafræði. Múslímskir foreldrar mótmæltu og kennarinn fékk fjölda líflátshótana. Þetta er flestum öðrum gleymt nema kennaranum. Hann og fjölskylda hans neyðast enn til að vera í felum. Umburðarlyndið er eyðilagt með því að leyfa þeirri einmenningu, sem enga gagnrýni þolir að koma sínu fram.
Í stað þess að styðja við umburðarlyndi, frjálsar skoðanir og tjáningarfrelsi eru vinstri woke stjórnmálamennirnir að hlaða undir og stuðla að þjónkun við umburðarleysi þeirra sem eru tilbúnir til að ofsækja þá og myrða, sem segja eitthvað sem þeir sætta sig ekki við. Jafnvel þó það séu líffræðilegar staðreyndir eins og að kynin séu bara tvö.
Þeir sem horfa á þátt Gísla Marteins sáu fyrir upprisuhátíðina konu draga kross á eftir sér í stórverslun og þáttastjórnandann skopast að kristinni trú að mati margra af sinni einstöku "nærfærni". Umburðarlynda þjóðfélagið þolir þetta og virðir þó ýmsum kunni að finnast helst til langt gengið. Hefði Gísli haft uppi svipaða hluti varðandi Múhammeðstrú yrðu örlög hans þau sömu og kennarans í Skotlandi, sennilega er þannig komið fyrir Íslandi í dag.
Lýðræðissinnar mega aldrei gleyma þeirri lífssýn, sem sagt er að heimspekingurinn Voltaire er sagður hafa fært í orð: "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er reiðubúinn til að láta lífið til að berjast fyrir að þú megir halda þeim fram."
Umburðarlyndið er forsenda þess, að mikilvægasta markaðstorg lýðræðisins, tjáningarfrelsið virki.