Kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér

frettinInnlent, Jón Magnússon, StjórnmálLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Laust eftir miðja síðustu öld mætti sr. Bjarni Jónsson Dómkirkjuprestur Hermanni Jónassyni forsætisráðherra.Hermann vék sér að Bjarna og spurði hvort það væri rétt, sem hann hefði heyrt,að sr. Bjarni væri hættur að biðja fyrir ríkisstjórninni í messum. Sr. Bjarni sagði það alrangt því aldrei hafi verið meiri ástæða tl þess en nú. 

Sama mátti segja þegar mynd af glaðbeittum ráðherrum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar á grunni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur frá 2017.

Ríkisstjórn Katrínar var kyrrstöðustjórn skuldasöfnunar og útþennslu ríkisbáknsins. Ekki var gætt að þjóðlegri menningu eða íslenskri tungu og allt gert til að  skipta um þjóð í landinu.

Svandís Svavarsdóttir, sem hefur unnið sér til óhelgi situr sem fastast. Ánægjulegt að heyra að einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson skuli ekki sætta sig við það og greiða atkvæði með boðaðri vantrauststillögu á Svandísi. Það er til skammar fyrir þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins  sem varja hana vantrausti, en um það hefur Bjarni sennilega samið í skiptum fyrir forsætisráðherrastól.

Bjarni Benediktsson kaus að halda áfram samleiknum með Vinstri grænum þó aðrir kostir hafi verið í boði. Svo virðist sem honum sé ekki annt um að draga Sjálfstæðisflokkinn upp úr vinstra hjólfarinu en ætli sér að æða enn lengra út á það foræði.

Við þessar aðstæður er full ástæða til að biðja fyrir ríkisstjórninni þannig að hún megi verða til meira gagns en ógagns. En lokaorðin í skáldsögu Jóns Thoroddsen, Maður og Kona eiga e.t.v. við, þegar öll sund voru lokuð fyrir sr.Sigvalda og hann sagði.

„Ætli sé ekki kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér.“

Skildu eftir skilaboð