Af hverju mega börn ekki reykja, dópa, drekka og stunda kynlíf?

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent, TransmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Vegna þess að fullorðna fólkið telur börn ekki haf þroska til að gera það. Auk þess er þrennt af þessu heilsuspillandi. Kynlífið hins vegar telja fullorðnir börn ekki tilbúin að stunda fyrr en um 15-17 ára aldur. Fullorðna fólkið vill að barnið hafi náð ákveðnum þroska, þekkingu og hafi þróað með sér þær tilfinningar sem margir vilja að séu með í spilinu þegar kynlíf er stunda.

Finnst einhverjum eitthvað athugavert við þetta? Nei enginn leggur fram frumvarp á þinginu til að leyfa börnunum sjálfum að ákveða hvenær þau mega byrja á reykja, drekka og dópa. Enginn notar að börnin eigi sig sjálf og líkamann og megi gera það sem þau vilja. Sama með grunnskólann, hafa börn þroska til að ákveða hvort þau gangi í skóla eður ei. Nei yfirvöld hafa ákveðið skólaskyldu, sem sagt fullorðið fólk hefur vit fyrir börnunum.

Þingmenn hér á landi eru ekki samkvæmir sjálfum sér. Þeir neita börnum um þetta allt á þeim grundvelli að þau séu börn.

Bælingarfrumvarpið sem átti að heimila börnum að ákveða, jafnvel án foreldra, hvort þau vilji hormóna og krosshormónameðferðir vegna ónota í eigin líkama átti var liður í að taka ákvörðunarvald af foreldrum og setja í hendur barna.
Afleiðingarnar eru skelfilega og aukaverkanir miklar. Refsa á foreldrum sem hlustar ekki á barnið sitt. Þessi meðferð er tilraunastarfsemi segja sérfræðingar víða um heim. Flett hefur verið ofan af fagfólki sem sér ekkert að því að nota börn sem tilraunadýr. Það hefur líka komið fram að þessi meðferð hjálpar ekki börnum. Meðferðin skilur þau eftir sem ævilanga sjúklinga.

TILRAUNIR Á BÖRNUM, rétt eins og á rottum!

Þessar lyfjafræðilegu tilraunir eru nokkrir þingmenn hallir undir. Skortur á þekkingu vil ég meina að setja börn í tilraunameðferðir. Leti við að afla sér upplýsinga frá m.a. sérfræðingum erlendis frá.

Þegar bælingarfrumvarpið var til umfjöllunar á þinginu mátti heyra þingmenn segja að börnin ættu að ráða yfir líkama sínum. Börn mættu byrja á hormóna og krosshormónalyfjum þegar þau óskuðu þess. Fullorðið fólk átti ekki að blanda sér í það. Þingmenn sem vildu tilraunir á börnum sögðu við þá sem töluðu gegn frumvarpinu og meðferðinni á börnum með fordóma. Sem sagt að vernda börn flokkast undir fordóma!

Til allra hamingju voru tilraunameðferðir á börnum bannaðar í þinginu en ég held það hafi verið óvart. Ógagnreynd meðferð er bönnuð. Bælingarfrumvarpið átti að fara í gegn á mettíma því gættu menn ekki að, eða vissu ekki, hvað þeir gerðu.

Mikil umfjöllun hefur verið um hormónalyfjagjafir barna í nágrannalöndunum. Lyfin valda börnum langvarandi skaða og ófrjósemi að frændur vorir á Norðurlöndunum og Bretar hafa nánast hætt þessum meðferðum. Sem betur fer.

Þingmenn á Íslandi eru í bergmálshelli aðgerðasinna, því þarf að breyta.

Höfundur er kennari.

Skildu eftir skilaboð