Sænsk yfirvöld hefja aðstoð fyrir fólk með loftslagskvíða

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Loftslagsmál3 Comments

„Vårdguiden 1177″ veitir ráðgjöf fyrir fólk með ýmsa líkamlega og andlega kvilla. Nýlega var Loftslagskvíða bætt við allt annað sem hrjáir fólk. Sífellt fleiri óttast, að dómsdagsspádómar loftslagshreyfingarinnar muni rætast og lifa í stöðugum kvíða fyrir komandi endalokum jarðar. Þeim sem hafa samband við þjónustuna vegna heimsendaáróðurs aðgerðasinna og fjölmiðla hefur fjölgað mikið að undanförnu. Jóhanna Brydolf hjá Vårdguiden 1177 segir að „heildarmat okkar er, að þörf liggi fyrir vegna kvíðans sem við munum þurfa að bregðast við.“

22% stúlkubarna og 16% drengja þjást af alvarlegum loftslagskvíða

Aðstoðinni er aðallega beint að fullorðnum en könnun sem sænska lýðheilsan lét gera árið 2021 sýnir, að loftslagshreyfingunni hefur gengið best í að hræða börn og umfram allt stúlkur um að jörðin sé að farast. Samkvæmt könnuninni þjást 22% stúlkna og 16% drengja á tólf ára aldri af svo miklum kvíða vegna ranghugmynda um yfirvofandi endalok jarðar, að það skerðir verulega andlega heilsu þeirra og lífsgæði.

Vårdguiden 1177 kemur ekki með neinar útskýringar, að um pólitískan áróður sé að ræða og því er hættan sú, að aðstoðin muni auka kvíðann í stað þess að draga úr honum. Tengslanet loftslagssálfræðinga sem búa til „upplýsingar“ sem Vårdguiden 1177 dreifir vegna loftslagskvíða hafa heldur engan áhuga á að gefa mótmynd gegn heimsendaspám sem gæti dregið úr kvíða þeirra sem verða fyrir áhrifum.

Eiga að vera stolt af loftslagskvíðanum

Kata Nylén, stofnandi og eldhugi loftslagssálfræðinganna, telur það í grundvallaratriðum jákvætt að börn, unglingar og fullorðnir séu haldin loftslagskvíða. En í stað þess að sitja bara heima og láta sér líða illa, þá telur hún að fólk með loftslagskvíða eigi að taka þátt í loftslagshreyfingunni sem veldur kvíðanum. Nylén segir í umsögn til fjölmiðla:

„Þetta eru í raun mjög hagnýtar tilfinningar sem við eigum að vera stolt yfir. Við eigum fyrst og fremst að líta á tilfinningarnar sem upplýsingar um að eitthvað sé ekki í lagi og hvatningu til þess að gera eitthvað.“

Ráð hennar er að vinna gegn loftslagskvíðanum með „sameiginlegum aðgerðum“  til dæmis með Gretu Thunberg og Fridays for Future, Restore the wetlands eða Extinction Rebellion. „Virkni í mótmælum er mikilvægt til að vinna gegn loftslagskvíðanum“ segir Nylén.

Fóli með alvarleg kvíðaeinkenni ráðlagt að „takmarka fréttaneyslu“

Vårdguiden 1177 viðurkennir óbeint að fréttaflutningur um meinta loftslagsógn eigi mikinn þátt í að búa til loftslagskvíða. Fyrir þá sem þola illa fréttaneyslu og tekst ekki að eyða kvíðanum með því að gerast virkir loftslagssinnar er ráðið:

„Takmarkaðu fréttaneyslu – ef þér líður mjög illa getur verið gott að forðast fréttir um loftslag og umhverfi.“

3 Comments on “Sænsk yfirvöld hefja aðstoð fyrir fólk með loftslagskvíða”

  1. Ég ráðlegg öllum sem ætla að mennta sig að skella sér í loftslagssálfræði. Endalausir frábærir tekjumöguleikar. Þetta er framtíðin.

  2. Ungt fólk er að þjást af ´loftslagskvíða´, yndisleg klikkun! Fólki er ekki viðbjargandi.

Skildu eftir skilaboð