Fréttaþing: Lýðveldið er í húfi. Getur næsti forseti Íslands bjargað því?

frettinFréttaþing, Innlendar1 Comment

16. apríl var fyrsti þáttur Fréttaþings Fréttarinnar tekið upp á myndband. Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Skúlason ræddu við blaðamanninn Hall Hallsson um skrif hans að undanförnu, þá aðallega komandi forsetakosningar. Hallur Hallsson hefur unnið gríðarlega mikla vinnu undanfarin misseri við tengingu atburða og skoðun Íslandssögunnar í nýju ljósi. Spanna athuganir hans og rannsóknir aftur fyrir tíma Snorra Sturlusonar, stjórnmálamanns og sagnritara sem ritaði Snorra-Eddu,  Heimskringlu, sögu Noregs konunga og Egils sögu. Kemur Hallur inn á heimsátök þess tíma, átök í Skandinavíu sem þá var stærra landsvæði en nú er. Trúarbrögð og valdatafl voru engu síður kjarni átaka fortíðar sem nútíðar og skyggja í dag á sólu mannkyns á einu válegasta tímabili sögunnar. Þá sem nú spunnu og spinna enn myrkraöflin vefi sína til að ná völdum og ryðja andstæðingum sínum úr vegi.

Hallur Hallsson blaðamaður

Með samtengingu alþjóða atburða við innanlandsmál á Íslandi, fortíðar við nútíð, er bakgrunnur þeirrar baráttu sem fer fram fyrir augum okkar í dag skýrður. Myrk öfl sælast enn á ný eftir auðlindum Íslendinga og yfirráðum yfir Íslandi. Stjórnarskráin titrar undir ágangi og álagi, alþingi svíkur með bókun 35 við EES-samninginn sem ríkisstjórn sjálfstæðismanna vill samþykkja og þar með framselja löggjafarvalds Alþingis til ESB. Hvað getur íslenska þjóðin gert? Tekst henni að stöðva þessa þróun áður en erlendir hrægammar sem vélað hafa til sín alþjóðastofnanir, læsa klónum í lýðveldið og taka yfir stjórn þess?

Í slíku ástandi ófriðar og upplausnar sem nú blasir við nær hvert sem litið er, þá verða forsetakosningar á litla Íslandi einkar þýðingarmiklar. Hallur Hallsson gefur ekkert eftir í beittri þjóðfélagsrýni sinni. Hann hefur í hverri greininni á fætur annarri sem Fréttin.is hefur birt, tekið fyrir hvern forsetaframbjóðandann á fætur öðrum sem koma fram í dagsljósið til þess eins að stela embættinu af þjóðinni og tryggja hagsmuni glóbalismans á Íslandi. Nú eða aldrei, ögurstund þjóðarinnar verður í forsetakosningunum. Vættir landsins í skjaldarmerki voru standa sig en spurningin er hversu lengi. Grunnur þeirra er þjóðin, sjálft lýðveldið Ísland.

Fyrsti þátturinn varð 1 klukkutími og 20 mínútur. Það er ekki auðhlaupið að takast á við slíka yfirferð á stuttum tíma og fleiri samtalsþættir með Halli Hallssyni bíða.

Hér að neðan má sjá þennan fyrsta þátt Fréttaþings og væri ágætt að fá að heyra viðbrögð áhorfenda við þættinum og ábendingar svo við getum þróað þáttinn og gert að lifandi vettvangi stjórnmálaumræðna nútímans.

One Comment on “Fréttaþing: Lýðveldið er í húfi. Getur næsti forseti Íslands bjargað því?”

Skildu eftir skilaboð