Kynleiðréttingarlög fyrir ólögráða börn samþykkt í Svíþjóð og Þýskalandi

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, TransmálLeave a Comment

Sænska þingið samþykkti í dag að lækka aldur sjálfsákvörðunar um kynleiðréttingu frá 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Nýlega samþykkti Þýskaland sams konar lög og þar var aldurinn færður niður í 14 ára börn. Þrátt fyrir gríðarlega andstöðu Svía gegn lögunum, þá greiddu yfir 60% þingmanna sænska þingsins með lögunum. 243 samþykktu en 94 greiddu atkvæði gegn lögunum. Hjá almennum kjósendum er afstaðan þveröfug:

60% eru á móti nýju lögunum, einungis 20% segjast styðja þau og 19% eru óákveðin.

Fagnaðaróp og lófaklapp heyrðist meðal sænsku þingmannanna, þegar úrslitin voru kynnt í dag. Vinstri menn og græningjar fögnuðu mest. Ef eitthvað er sýnir þetta hroka valdhafanna gagnvart skoðunum kjósenda og einnig gagnrýni lækna og sálfræðinga, sem vara við því, að margir sem skipta um kyn sjá eftir því síðar en þá er ekki svo auðhlaupið að „leiðrétta” aftur til baka. Hjá Móderötum var flokkssvipunni beint gegn flokksmönnum og óánægjan sýður undir niðri. Svíþjóðardemókratar og Kristdemókratar voru einu flokkarnir sem greiddu gegn lögunum.

Þýskaland með róttæka trans-stefnu

Þýska sambandsþingið samþykkti nýlega sams konar lög,  sem gera það auðveldara að breyta löglegu kyni og nafni. Frá 1. nóvember á þessu ári geta lögráða Þjóðverjar skipt um kyn með því að tilkynna það sjálfir til þjóðarskrárinnar og ekki þarf lengur læknisvottorð.

Hins vegar þarf fólk á aldrinum 14 til 17 ára samþykki forráðamanna til að geta breytt, reglur um líkamleg kynskipti breytast ekki.

Nýju þýsku svokölluðu sjálfsákvörðunarlögin, rétt eins og nýju lögin um kynvitund í Svíþjóð, hafa vakið mikla umræðu.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð