Forréttindi úlfa?

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir2 Comments

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Bændur í Evrópu hafa kvartað sáran undan því undanfarin ár að úlfar fái að fjölga sér óáreittir og árásum þeirra á búpening fjölgi, jafnvel á stærri dýr s.s. hesta í Þýskalandi. Samkvæmt Telegraph drepa úlfar fleiri en 10.000 kindur árlega í Frakklandi og af því að þeir eru friðaðir þá hafa þeir margir misst ótta við mannskepnuna. Úlfarnir í Negev eyðimörkinni í Ísrael eru líka friðaðir og fyrir nokkrum dögum birtist þar frétt um að úlfur hafi dregið 9 ára stúlku út úr tjaldi eina 15 metra en verið bjargað af föður sínum. Gerðist það á skipulögðu tjaldsvæði.

Síðla árs 2022 fór í gang umræða um að hamla þyrfti fjölgun úlfa. Það gerðist um svipað leyti og úlfur drap smáhest í eigu Úrsulu von der Leyen, forseta ESB, á engi stutt frá húsi hennar í norðvestur Þýskalandi. Sökudólgurinn, GW950m, var þekktur og hafði áður drepið mörg húsdýr. Samkvæmt Politico hafði hann verið á aftökulista en verið tekinn af honum að kröfu dýraverndunarsinna. Dómstóll í Hannover aflétti banninu en leyfið rann út áður en GW950m fannst og þurfti því að sækja um upp á nýtt og í millitíðinni var þessi hataði úlfur friðhelgur. Sennilega er hann þó dauður nú.

Ekki hefur enn fengist niðurstaða í úlfamálinu. Það var sett í nefnd og samkvæmt nýlegri grein í Brusselstimes er ekki einhugur um það milli ríkjanna. Bent er á að vísindalegar rannsóknaniðurstöður skorti og því þurfa bændur enn um sinn að þola árásir úlfa á búpening sinn. Eiginlega ættu þau lönd sem hafa úlfa innan landamæra sinna ein að hafa umsagnarrétt um hvort skuli fækka þeim eður ei.

Um svipað leyti og þessi úlfaumræða stóð sem hæst birtist grein í Lancet um vistfræðilegan jöfnuð. Ekki skal lengur líta á Manninn sem herra sköpunarverksins heldur sagt að allt líf hafi jafnan rétt og sé jafn mikilvægt. Kallað er eftir róttækri breytingu á tengslum okkar við dýrin. EAT-Lancet nefndin tekur það sjálfbærni og jafnræðisskref að mæla með að menn hætti að borða dýr en snúi sér að jurtafæðu. Væntanlega er þó úlfum og öðrum rándýrum ekki ætlað að hætta að borða dýr en ef allt líf að hafa jafnan rétt þá er það hugsanaskekkja að banna mönnum það sem úlfum leyfist, ekki satt?

Er ekki DEI hugmyndafræðin (fjölbreytileiki, jöfnuður, inngilding) búin að teygja sig ansi langt?

2 Comments on “Forréttindi úlfa?”

  1. Þessi úlfaáróður frá fólki sem hefur ekki búið með þeim og svona hobbyistum eins og úrsúlu leiðinlegu er nú orðinn svoldið þreittur, ég bý og hef búið með úlfum í fjölda ára og þetta eru mínir bestu nágrannar, í öllum þessum löndum eru lög um villidýragirðingar fyrir þá sem vilja endilega stunda þetta dýraníð sem margir bændur iðka, nánast undantekningarlaust eru dýr drepin frá þeim sem svíkjast undan að girða, og varðandi bændur og villidýr að þá nægir að benda á heimskautarefinn íslenska og að menn skuli í alvöru kalla eitthvað sem er minna en meðal kanína, hættulegt villidýr.,. Hvernig væn nú að hætta þessu fokkings væli ?

Skildu eftir skilaboð