Nítján fósturvísum stolið og sett í móðurlíf kvenna-elítu og staðgöngumæðra

frettinHallur Hallsson, Siðferði2 Comments

Hallur Hallsson blaðamaður

Hallur Hallsson blaðamaður birtir hér uppljóstrun sem ristir djúpt og breitt gegnum hjörtu og völd. Hjörtu barna og foreldra, völd allra innblandaðra. Krossfest siðferði, þegar verð er sett á lífisins von og ljós. Þráin eftir afkomenda og möguleg hjálp til slíks. Ein af stóru spurningunum er: Hvers vegna slíkt siðrof sem svo erfitt verður að bæta? 

Hallur Hallsson skrifar:

Hjónin Gunnar Arnason viðskiptafræðingur og Hlédís Arkitekt Sveinsdóttir gengust á árunum 2008-2010 undir tæknifrjóvgun hjá fyrirtækinu Art Medica sem nú heitir Livio Reykjavík í eigu Livio AB út frá Karolinska Institute í Svíþjóð. Eggheimtur voru þrjár og út frá þeim komu 50 egg og frá þeim 29 fósturvísar tilbúnir til uppsetningar í móðurlíf. Hjónin notuðu 10 fósturvísa en þeim lánaðist ekki barn. Eftir stóðu 19 frystir fósturvísar í vörslu fyrirtækisins sem hjónin höfðu ekki vitneskju um á annan áratug. Með öðrum orðum fósturvísum – ófæddum börnum – var stolið frá þeim hjónum sem þannig eru líf-foreldrar barna „út í bæ“. “Ófæddum börnum okkar var stolið,“ skrifar Gunnar 9. apríl sl. á fb. “Öllu sem var stolið skal skilað,“ skrifar Hlédís. Hjónin hafa birt færslur um þetta ótrúlega mál á Facebók. Í einhverjum tilvikum voru fengnar staðgöngumæður sem útaf fyrir sig er ólöglegt.

Meðfylgjandi mynd af Gunnari og Hlédísi er þegar þau voru gefin saman í hjónaband 2009 af Erni Bárði Jónssyni. Tvö elstu börnin voru þá rúmlega þriggja mánaða gömul. Á árinu 2010 bættist við þriðja barnið og síðan heill hópur barna árið 2011 sex talsins og tvö börn eftir það; samtals 11 börn eins og horfir við þeim í dag.
GRUNLAUS Í RÚMAN ÁRATUG

Í rúman áratug voru Gunnar og Hlédís grunlaus um að fiskur væri undir steini. Þann 21. desember 2021 vatt uppljóstrari sér að Gunnari á götu, nánar tilgreint á Kárastíg í Reykjavík. Táknrænt? Hann rifjaði upp á tveimur mínútum tilraunir þeirra hjóna til að eignast barn á árunum 2008-2010. Viðkomandi vissi allt um mál þeirra og spurði í lokin hvort Gunnar vissi að lögbrot hefðu verið framin. Að þvi loknu hvarf uppljóstrarinn á braut. Gunnar stóð eftir sem þrumu lostinn. Í ársbyrjun 2022 fengu þau hjón lögfræðifirma í Bandaríkjunum til ráðgjafar sem sérhæfir í tæknifrjóvgunarmálum, sem og innlenda ráðgjafa.

KÆRUR LAGÐAR FRAM
Gunnar og Hlédís lögðu fyrst fram kærur á hendur tvennum hjónum sem vissu hvort af öðru. Sú tala fór í sex og hefur vaxið. Kærur sem lagðar hafa verið eða verða fram lagðar til þess að fá úr skorið með rannsókn hvort Gunnar og Hlédís séu líf-foreldrar barnanna. Staðfest er í einu tilviki að svo er. Börnin eru á aldrinum 9-15 ára. Hörð og ofsafengin andstaða er meðal hinna útvöldu við að upplýsa líf-foreldra barnanna um staðreyndir málsins. Réttur barns til að þekkja uppruna sinn er mjög ríkur að lögum.
INNBROT Í SJÚKRASKRÁR

Út úr myrkrinu hefur komið í ljósið mesta spillingarmál Íslandssögunnar þar sem með skipulögðum hætti og með kúgunum hefur verið hylmt yfir stuld á fósturvísum barna sem nú eru á unglingsaldri. Ólögleg innbrot voru framin í sjúkraskrár þeirra hjóna í þúsundavís á Landspítalanum, einnig innbrot frá líknardeild. Nákvæm skrá liggur fyrir um lögbrotin, íslenskir læknar og læknanemar hafa verið að verki, meðal annars í Ungverjalandi. Gunnar og Hlévís krefja á annan tug lækna útskýringa og bíða svara. Hjónin segjast hafa fengið gögn sem séu óvéfengjanleg og hægt að leggja fyrir dóm. “Þetta eru sönnunargögn í fyrsta flokki. Það er rökstuddur grunur núna um að það hafi orðið til börn – okkar börn – úr þessum fósturvísum sem gufuðu upp í meðferðinni og engin viðhlítandi skýring hefur fengist á,“ sögðu þau í samtali við Mannlíf í maí 2022. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið.

Til hvers innbrot í sjúkraskrár? Hvers vegna voru fósturvísarnir eftirsóttir? Staðgöngumæðrun er ólögleg. Landspítalinn telur sér ógnað og telur þau hjón brjóta gegn valdstjórninni og hefur tilkynnt lögreglu “vegna alvarleika máls.“
ELÍTA UTAN OG OFAN VIÐ LÖG

Elíta sem telur sig utan og ofan við íslensk lög tengist foreldrum líf-barna Gunnars og Hlédísar. Spunninn hefur verið vefur yfirhylminga, höfð í frammi ofsakennd viðbrögð og hótanir. Eftirtaldir aðilar hafa hylmt yfir lögbrotin og beitt ofríki: Art Medica nú Livio Reykjavík, Livio AB, Forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, Landspítali, ríkislögreglustjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ákærusvið, Héraðsdómstóll Reykjanes, Ríkissaksóknari, sérstakur saksóknari, Biskup Íslands, Viðskiptaráð, LMG Mandat lögmannstofa Vg. Ríkissáttasemjari Ástráður Haraldsson – fyrrverandi eiginmaður Svandísar Svavarsdóttur – er stofnandi ásamt Evu Bryndísi Helgadóttur. Persónuvernd Helgu Þórisdóttur forsetaframbjóðanda og öflugustu fjölmiðlar landsins. Fólk á æðstu stöðum: Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, Davíð Oddsson ritstjóri, Kári Stefánsson ÍE og Dagur B. Eggertsson þá borgarstjóri eiga aðild að málum og hafa beitt sér til varnar fólki sem í leyfisleysi – stal – fósturvísum og eignaðist líf-börn Gunnars og Hlédísar.

2 Comments on “Nítján fósturvísum stolið og sett í móðurlíf kvenna-elítu og staðgöngumæðra”

  1. @Hallur Hallsson: ,,Ein af stóru spurningunum er: Hvers vegna slíkt siðrof sem svo erfitt verður að bæta?” — Siðrofið byrjaði þegar hætt var að líta svo á að líf barnanna byrjaði við getnað. Þess í stað yrðu til ,,fósturvísar” sem eyða mætti úr móðurlífi að vild, fyrst fram að tólftu viku meðgöngu, en nú fram að fæðingu, ef forsetaefnið fær að ráða. Ófædd börn umræddra hjóna nutu því ekki mannhelgi, heldur voru þau talin ,,afgangur af erfðaefni” sem hægt væri að rupla og ráðstafa til útvaldra. But make no mistake, eins og skáldið sagði. Fram hafa farið barnsrán. Svo að segja úr vöggunni. Svívirðilegur glæpur að Guðs og manna lögum. Blekkingavefurinn í kringum þau barnsrán er svo sérstakur viðbjóður út af fyrir sig. Að íslenskt samfélag skuli ekki ærast yfir þessum fréttum sýnir glögglega hvernig komið er fyrir því.

  2. Þau eru viðskiptafræðingur og arkitekt og aðförin að þeim er hneyksli! Þetta er eitt af stærstu hneykslismálum sem hafa ratað í dagsljósið á Íslandi.

Skildu eftir skilaboð