Lavrov: Þeir reyna að „skipta upp“ Rússlandi

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Á bak við Úkraínustríðið eru miklu stærri hlutir í gangi. Í gegnum árin hafa andstæðingar Rússlands reynt að sundra landinu til að búta það niður. Núna gera Vesturlönd „örvæntingarfulla tilraun“ til að spyrna gegn fjölpóla heimi og það „leiðir af sér gríðarlegt manntjón“ sagði Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í ræðu fyrr í vikunni.

Enn á ný gerð tilraun til að leggja undir sig Rússland

Það sem gerist í Úkraínu eru ekki bara átök á milli Rússlands og Úkraínu. Í bakgrunninum eru tilraunir vesturveldanna til að leggja undir sig Rússland og eignir þess fullyrðir Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þessar tilraunir ná langt aftur á bak í tímann, að mati ráðherra. Lavrov sagði:

„Í dag gera afkomendur hermanna Napóleons og hugmyndafræðinga Hitlers, sem einu sinni reyndu að sigra og eyðileggja landið okkar, aðra tilraun til að ná þessu fram. Þeir hófu stríð gegn Rússlandi með aðstoð úkraínsku nasistastjórnarinnar, sem tók völdin með stjórnarskrárbroti og blóðugu valdaráni fyrir 10 árum.”

Vilja stykkja niður landssvæði Rússlands

Það sem gerðist endurspeglar ógnirnar sem voru til staðar gegn Rússlandi á 19. og 20. öld, útskýrði hann frekar. Vesturveldin vilja sjá yfirráðasvæði Rússlands „stykkjað niður til að stjórna leifum þess í samræmi við metnað arfleifðarinnar.“ Utanríkisráðherrann hélt áfram:

„Það er ástæða fyrir því, að eftir að Bandaríkin hafa lagt undir sig það sem eftir var af hinum vestræna heimi, þá eru þau ófús til að samþykkja hlutlæga, sögulega þróun; þar á meðal tilkomu nýrrar miðstöðvar hagvaxtar og stjórnmálalegra áhrifa og myndun fjölpóla alþjóðareglu.” 

„Þessari þróun verður ekki snúið við. Við erum vitni að örvæntingarfullum tilraunum Vesturlanda til að hægja á þessu ferli sem því miður hefur í för með sér gífurlegt manntjón.”

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð