Glæpamenn geta nýtt sér lög um kynleiðréttingu

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, TransmálLeave a Comment

Hin svo kölluðu kynvitundarlög sem sænska þingið samþykkti í vikunni getur gagnast glæpamönnum og hryðjuverkamönnum. Umsagnaraðilar eins og sænska bankasambandið, glæpavarnaráðið  og gjaldheimtan vöruðu öll við því í umsögnum sínum tveimur árum áður en lögin voru samþykkt.

Þrjár kennitölur

Ástæðan er sú að þeir sem sækja um lagaleg kynjaskipti nýja kennitölu fyrir nýja kynið. Ef þeir skipta síðan aftur yfir í upprunalegt líffræðilegt kyn þá fá þeir nýja kennitölu í stað þess að fá til baka gömlu kennitöluna. Nýja kennitalan gæti því sýnt flekklausan einstakling sem áður hefur verið dæmdur fyrir afbrot. Lena Barkman, blaðafulltrúi sænsku bankasamtakanna, segir í viðtali við Samnytt:

„Þetta snýst aðallega um þá sem skipta um löglegt kyn og sjá eftir því og breyta til baka. Þá færðu ekki gömlu kennitöluna þína heldur færðu nýja kennitölu. Við teljum að glæpamenn geti nýtt sér það.”

Í samráðssvari sínu óttast samtökin, að skuggalegar manngerðir sem stunda peningaþvott og hryðjuverk, geti notfært sér kynleiðréttingarleiðina. Fólk sem bankarnir eru að reyna að fylgjast með geta aftur orðið viðskiptavinir í bankanum með nýjum kennitölum.

Stjórnvöld hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að yfirvöld og aðrar stofnanir, svo sem bankar, byggi upp tölvukerfi sem geta fylgst með breytingum á kennitölum fólks. En óljóst er að hve miklu leyti bankarnir hafa tíma til að undirbúa kerfi sín fyrir nýju lögin sem taka gildi á næsta ári.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð