Margir fullorðnir tala stundum um heiminn eins og þeir vilja að hann verði, þegar þeir skilja eftir handa börnum sínum. Þennan tíma beinir pólitíski rétttrúnaðurinn öllum krafti sínum að loftslaginu. Allir eru þó ekki flæktir í þétt riðið net rétttrúnaðarins. Til dæmis Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem beinir kastljósinu að öðru máli. Hvernig breytist Evrópa vegna allra innflytjenda?
Á ráðstefnu íhaldsmanna í Brussel nýverið lauk Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ræðu sinni áður en lögreglan stormaði inn og lokaði ráðstefnunni. Í erindi sínu fjallaði hann um, hvernig innflytjendur breyta löndum og hvernig kristin menning í Evrópu er í raunverulegri útrýmingarhættu. Viktor Orbán er 60 ára gamall og hann á fimm börn og sex barnabörn. Hann sagði:
„Ég á nokkur barnabörn. Miðað við hefðbundna útreikninga munu þau vera lifandi árið 2100. Sem afi hef ég mikinn áhuga á spurningunni: hvernig mun Ungverjaland sem land líta út árið 2100? Ég finn til ábyrgðar. Ef ég geri ekki neitt, mun það verða slæmt fyrir barnabörnin árið 2100. Ef ég geri allt sem ég get núna, þá verður það þeim til hjálpar til að eiga gott líf.“
Dásamlegt að búa í kristnu samfélagi
Fjöldainnflutningurinn til Evrópu mun hafa söguleg áhrif og við því vill Viktor Orbán bregðast. Annað hvort munu barnabörn Orbáns og allra annarra Ungverja búa í kristnu samfélagi eða í samfélagi múslíma. Orbán lauk ræðu sinni á orðunum:
„Að búa í kristnu samfélagi er stórkostleg gjöf. Það er það besta sem ég get ímyndað mér fyrir börnin mín og barnabörn.“