Fréttir

Ráðherra hótar akstursbanni um helgar í Þýskalandi

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, LoftslagsmálLeave a Comment

Samgönguráðherra Þýskalands hótar að banna akstur um helgar í Þýskalandi til að ná loftslagsmarkmiðum. Það gæti orðið að veruleika ef ráðandi stjórn samþykkir ekki umbætur á loftslagsverndarlögum í síðasta lagi í júlí.

Bandalagsstjórn miðju-vinstri-grænna í Þýskalandi er innbyrðis klofin í ýmsum málum. Núna hefur risið ágreiningur um hvernig landið, sem lokaði kjarnorkuverum og er núna án loftslags- og umhverfisvænna orkugjafa, geti uppfyllt hin metnaðarfullu loftslagsmarkmið.

Talað er um að framfylgja ekki öllum loftslagskröfunum til að koma í veg fyrir að þýska þjóðfélagið brotni saman. Volker Wissing, samgönguráðherra Þýskaland, tekur ekki í mál að lækka loftslagskröfurnar.

Víðtækt akstursbann um óákveðinn tíma

Ef nýju loftslagsverndarlögin með öllum sínum breytingum verða ekki samþykkt fyrir 15. júlí, þá hótar samgönguráðherrann með „alhliða og ótímabundnu akstursbanni á laugardögum og sunnudögum.“

Loftslagssáttmálinn bætist ofan á aðrar deilur sem eru í gangi án þess að neitt samkomulag sé í sjónmáli. Má þar nefna hvort hælisleitendur eigi að fá greiðslukort, deilan um skuldabremsu Þýskalands og einnig mismunandi skoðanir á fílum. Fyrirhuguð breyting á losunarlögum gerir kleift að skoða megi losun í heild miðað við hverja grein fyrir sig. Aðeins ef heildarloftslagsmarkmiðinu er sleppt og það gerist tvö ár í röð, verður alríkisstjórnin að skoða einstaka greinar og ákveða hverjar þeirra þarfnist stærra átaks að hennar mati.

Skiptar skoðanir

Skiptar skoðanir eru innan samsteypustjórnarinnar hvort þetta sé gott kerfi eða ekki. Á loftslagsvarnarhliðinni vilja þeir hafa það eins og það er núna, að sérhver atvinnugrein verður að ná sínum eigin loftslagsmarkmiðum.

Wissing samgönguráðherra vill þvert á móti, að nýju lögin verði samþykkt sem veita meiri sveigjanleika. Ef það gerist ekki segir hann skylt að setja fram „tafarlausa áætlun um aðgerðir sem tryggja að farið sé eftir árlegum útblæstri samgöngugeirans.“ Með öðrum orðum: akstursbann um helgar.

Möguleiki að lækka hraðann

Hótun samgönguráðherrans er mætt með gagnrýni. Það má ekki skerða frelsi fólks svo harkalega er sagt. Talið er að fara þurfi aðrar og betri leiðir til að draga úr losun samgöngugeirans.

Ein slík tillaga er að lækka hámarkshraðann, sérstaklega á þýsku hraððbrautunum auto-bahn. Þar er hraðinn oft frjáls, það er að segja að hægt sé að aka eins hratt og bíllinn þolir. Wissing telur slíkkt verri tillögur en að banna akstur um helgar.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð

Um Fréttina

Fréttin er óháður fréttamiðill sem fjallar um málefni líðandi stundar bæði innanlands og utan. Við fordæmum þöggun og skoðanakúgun, tjáningafrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags.

Ertu með áhugaverða frétt eða grein?