Evan Onstot hjá „Koco 5 News“ færir okkur þá frétt, að Joe Tippins í Edmond í Oklahoma hafi læknast að fullu af banvænu krabbameini eftir að dýralæknir stakk upp á því við hann, að hann prófaði ormahreinsiefnið Fenbendazole fyrir hunda. Joe Tippins segir að ormahreinsiefnið hafi bjargað lífi hans og annarra. Þrátt fyrir miklar efasemdir og spurningar eru jafnvel krabbameinsfræðingar núna opnir fyrir þeim möguleika, að þetta gæti verið satt. Joe Tippins segir:
„Krabbameinið var í hálsinum, lifrinni, briskirtlinum, þvagblöðrunni, í beinunum. Það var alls staðar.“
Fyrir nokkrum árum sagði Joe Tippins, að honum hafi verið sagt að fara heim, hringja á sjúkrahús og kveðja. Læknarnir voru allir á einu máli. Hann myndi deyja úr krabbameini. Þegar krabbameinið er orðið jafn útbreitt og það var í honum, þá eru líkurnar á að lifa innan við 1% og viðkomandi deyr innan þriggja mánaða. Tippins segir að hann grenntist, hann fór úr 220 pundum niður í 110 pund. Þetta gerðist janúar 2017. Í dag er Tippins enn á lífi. Það sem hann segist eiga lífi sínu að launa fær lækna til að klóra sér í höfðinu og við hin lyftum augabrúnum. Tippins segir:
„Helmingur fólks heldur að ég sé ruglaður og helmingur fólks vill vita meira og kafa dýpra.“
Prófaði hundalyfið í örvæntingu sinni
Tippins segist hafa fengið ábendingu – ekki frá lyfjafræðingi heldur dýralækni. Í örvæntingu sinni hvarf hann frá lyfjum fyrir fólk og fór yfir í hundalyf. Nánar tiltekið Fenbendazole sem notað er sem ormahreinsiefni fyrir hunda. Tippins segir:
„Sannleikurinn er furðulegri en skáldskapur. Krabbameinið var horfið aðeins þremur mánuðum síðar.“
Krabbameinsfræðingar eins og Steven Prescott eru efins en hafnar samt ekki möguleikum þessara sníkjudýra. Hann segir að Tippins sé ekki fyrsti maðurinn sem hugsanlega hafi læknast og kannski ekki sá síðasti. Prescott segir:
„Ég er yfirleitt efins og ég var og er kannski enn um þetta. En það er áhugaverður bakgrunnur í þessu. Vísindamenn hafa unnið að þessu í mörg ár.“
Var það ormahreinsandi hundalyf eða var það eitthvað annað sem læknaði Tippins? Tippins tók hundalyfið með daglegri E-vítamínuppbót og CBD olíu. Samtímis tók hann líka tilraunalyf gegn krabbameini. En Tippins segir, að af 1.100 sjúklingum í þeirri klínísku rannsókn sé hann sá eini sem læknaðist af krabbameininu. Tippins segir að ormahreinsunarlyfið hafi bjargað lífi sínu. Hann ætlar að taka það það sem eftir er ævinnar. Hann segir:
„Tryggingafélagið mitt eyddi 1,2 milljónum dollara í mig með hefðbundnum hætti áður en ég skipti yfir í 5 dollara hundalyf sem bjargaði lífi mínu.“
Unnið að rannsókn á bata Tippins sem fordæmisgefandi í baráttunni gegn krabbameini
Prescott segist núna vinna með Tippins til að rannsaka lækningu hans sem fordæmisgefandi:
„Við ætlum að gera það og sjá hvort við getum staðfest það með mjög strangri eða klínískri rannsókn, að þessir sjúklingar hafi fengið slík svörun.“
Tippins deilir sögu sinni á netbloggi sem hefur þegar verið lesið meira en 100.000 sinnum. Flest viðbrögð eru jákvæð og einnig ríkir forvitni um málið. Hann hefur fengið yfir 40 slíkar sögur um óvæntan árangur í baráttunni gegn krabbameini. Sumir ásaka samt Tippins fyrir að gefa krabbameinssjúklingum falskar vonir. Tippins spyr:
„Hvernig á ég að svara því? Ég meina – ef ég get bjargað einum öðrum krabbameinssjúklingi, þá er það þess virði fyrir mig.“
Það eina sem við vitum með vissu er, að Joe Tippins er á lífi. Með tímanum fáum við kannski líka að vita, hvort þetta lyf sem er gert fyrir besta vin mannsins, gæti líka verið nýjasta krabbameinslækning mannsins.