Þessi grein var skrifuð af sænska óháða blaðamanninum Peter Imanuelsen, einnig þekktur sem PeterSweden. Þú getur fylgst með honum á PeterSweden.com.
Bændur mótmæla fyrir sanngjarnari rekstrarskilyrðum
Eins og þið hafið kannski heyrt sem fylgist með fréttum mínum, þá hafa verið mikil bændamótmæli um alla Evrópu. Ég sagði nýlega frá Þýskalandi þar sem bændur voru að mótmæla. Núna mótmæla norskir bændur og ég hitti þá. Reyndar var dráttarvélalest á E6 hraðbrautinni og ég náði viðtölum við bændur og ég fékk líka nokkur myndbönd og ljósmyndir.
Eftir því sem ég best veit, þá er ég eini blaðamaðurinn sem fór á þessi mótmæli og fékk myndbönd, svo vinsamlegast deilið víða! Þeir óku dráttarvélalest á hraðbrautinni á mjög hægum hraða til að koma málstað sínum á framfæri. Á einni dráttarvélinni var með heimagerður borði með orðunum: „Maturinn okkar – Aukið sjálfstraust.“
Tveimur býlum lokað daglega
Þeir eru að berjast fyrir lífsafkomu sinni. Þeir eru ekki ánægðir með rekstrarskilmálana sem þeir fá frá stjórnvöldum. Ég talaði við forsvarsmann hinna sjálfsprottnu mótmæla. Hann sagði mér, að að meðaltali væri tveimur bóndabæjum lokað daglega og þeir mótmæla fyrir sanngjarnari launum. Þannig að það sem er að gerast er, að smábýlin neyðast til að loka, vegna þess að þeir geta ekki lifað af þeim afrakstri sem þeir fá og og á endanum breytist allt í stór bú í staðinn.
Samtímis ræðir hollenska ríkið að leggja hald á 3000 býli til að ná loftslagsmarkmiðum fyrir 2030.
Bændur standa frammi fyrir miklum kostnaði. Til dæmis eru nýjar kröfur um velferð dýra sem krefjast þess að einn bóndi fjárfesti yfir 700.000 dollurum í nýrri hlöðu. Þeir sem ekki hafa efni á því neyðist til að hætta búrekstri.
Bændur eru dugnaðarforkar. Þeir vakna snemma og fara seint að sofa. Þeir leggja mikið á sig til að útvega okkur góðan mat. Án bænda mun fólk svelta. Þess vegna er nauðsynlegt að styðja þá.
Enginn matur án bænda!
Bóndinn sem ég talaði við sagði mér, að stór hópur bænda væri á leiðinni til höfuðborgarinnar Ósló til að mótmæla fyrir utan þingið. Allir geta ekki tekið þátt í mótmælunum, einhver verður að sjá um dýrin. Bændurnir hafa sett upp tóma ísskápa fyrir utan þingið með skiltum sem segja „Enginn bóndi, enginn matur – aðeins tómir ísskápar.“
Bændur vilja ýmislegt til að tryggja sanngjarnan afrakstur fyrir vinnu sína. Meðalárslaun samsvara tæpum 45.000 dollara á bóndann. Það er ekki mikið. Ég sé fréttir af því, að bændur eiga í erfiðleikum með að borga reikninga sína. Fólk neyðist til að hætta búrekstri vegna þess að afraksturinn dugir ekki fyrir lífsviðurværi.
Vinsamlegast deildu þessari grein ef þú styður bændur!
Óháði blaðamaðurinn Peter Imanuelsen hefur helgað lífinu í mörg ár í það að segja frá því sem almennir fjölmiðlar hunsa. Hægt er að fylgjast með honum á https://petersweden.com/
Hér að neðan má sjá viðtal sem Peter Sweden tók við eigenda og ritstjóra Fréttarinnar Fréttin.is á Íslandi fyrir tæpu ári síðan: