Borða ekki hvaða hvítan mann sem er sem fellur af himnum ofan

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Samsæriskenningar2 Comments

Fyrr í vikunni sagði Joe Biden, að mannætur í Nýju-Gíneu hafi étið Bosí frænda sinn, þegar flugvél hans hrapaði fyrir áratugum síðan. Biden ræddi við blaðamenn, þegar hann var að fara frá Scranton, Pennsylvaníu, og sagði þeim átakanlega sögu um síðustu daga Bosí frænda. Biden sagði:

„Ambrose Finnegan, við kölluðum hann Bosí frænda – var skotinn niður. Hann tilheyrði „Army Air Corps“ áður en flugherinn varð til. Hann flaug eins hreyfils flugvél í njósnaflugi yfir Nýju-Gíneu. Hann bauð sig fram sem sjálfboðaliða, þegar enginn annar gat farið. Hann var skotinn niður á svæði í Nýju Gíneu og þeir fundu aldrei líkamann, vegna þess að á þeim tíma voru margar mannætur á þessu svæði í Nýju Gíneu.“

Hvíta húsið viðurkenndi eftir á, að sagan væri að mestu leyti lygi – sem hún var.

Fræðimenn í Nýju-Gíneu hella sér yfir Joe Biden fyrir slúðursöguna um mannæturnar í Nýju-Gíneu.  Samkvæmt Daily Mail, þá gagnrýndu reiðir fræðimenn í Nýju-Gíneu, Joe Biden fyrir „óviðunandi“ ábendingu hans um, að mannætur í landinu hafi étið frænda hans eftir að flugvél hans var skotin niður 1944 í seinni heimsstyrjöldinni. Segja fræðimennirnir, að skýring Bandaríkjaforseta sé „afar móðgandi.“

Michael Kabuni, lektor í stjórnmálafræði við háskólann í Papúa Nýju-Gíneu, sagði í viðtali við The Guardian, að mannát hafi áður verið stundað af sumum samfélögum í mjög sérstöku samhengi og að heimamenn „myndu ekki bara borða hvaða hvíta mann sem er sem félli af himnum ofan.“

Aðrir sérfræðingar kölluðu fullyrðingar Biden „órökstuddar á veikum grunni“ sérstaklega þar sem Bandaríkin eru að reyna að styrkja tengsl sín við Papúa Nýju Gíneu. Yfirlýsing Bidens er því falsfrétt sem mætti túlka bæði sem rasisma og hatursorðræðu gegn innfæddum í Nýju-Gíneu.

Hvernig skyldu viðbrögð fjölmiðla hafa verið, ef Trump hefði sagt þetta?

author avatar
Gústaf Skúlason

2 Comments on “Borða ekki hvaða hvítan mann sem er sem fellur af himnum ofan”

  1. Joe Biden er lygari, óheiðarlegur, glæpamaður, elliær og óhæfur að gegna starfi forseta. Samt halda fjölmiðlar verndarhendi yfir honum. Sem sýnir að heiðarleg fréttamennska er dauð, það eina sem fréttamenn eru í dag eru áróðursliðar fyrir valdaelítuna.

  2. En hvernig er hægt að ná yfir heila blaðamannastétt á örlandinu Ísland? Eru þessir menn allir heilaþvegnir? Er öll almenn skynsemi horfin? Hvernig geta blaðamenn skrifað og flutt fréttir sem þeir vita að sé logið og rangar?

Skildu eftir skilaboð