Styrjaldapakki Bandaríkjanna samþykktur – Úkraína fær 60 milljarða dollara

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Úkraínustríðið1 Comment

Repúblikanaflokkurinn er klofinn í herðar niður af stríðsóðum demókrötum. En þannig gerast kaupin í þinginu og sjálfsagt hafa margir já-sinnar í helfararleik fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti nýverið meintan 60 milljarða gjafapakka til nasistanna í Kænugarði, svo hægt sé að drepa enn fleiri Úkraínumenn og Rússa og skora á heiminn í þriðju heimsstyrjöldina. Með pakkanum flutu svo 35 aðrir milljarðar dollarar í stríðsrekstur, aðallega til Ísrael. Fjárausturinn til stríðsreksturs í heiminum fyrir utan landamæri Bandaríkjanna var því í þessum eina pakka nettir 95 milljarðar dollarar. Það eru ríflega 13 billjónir og 260 milljarðar íslenskar krónur. Tíföld fjárlög íslenska ríkisins fyrir 2024.

Repúblikanar svíkja

Ef svik repúblikana hefðu ekki viðgengist hefðu þeir getað fellt pakkann. En af 213 atkvæðum þeirra greiddu 101 með demókrötum. Stríðspakkinn var samþykktur með 311 atkvæðum demókrata og repúblikana gegn 112 atkvæðum repúblikana (sjá mynd). Pakkalygin felst meðal annars í því að peningarnir til Úkraínu eru sagðir vera „lán.“ Pakkinn inniheldur samt skilmála sem gera forsetanum kleift að fella niður 50% af skuldum Úkraínu eftir 15. nóvember 2024 og 50% sem eftir eru eftir 1. janúar 2024. Það er því engin furða, að Joe Biden hafi „eindregið” stutt pakkanum og hvatt húsið og öldungadeildina til að samþykkja hann.

Þingkona repúblikana, Marjorie Taylor Greene’s hefur lagt fram tillögu um að víkja flokksbróðir sínum, Mike Johnson úr embætti þingforseta. Republikanski þingmaðurinn Thomas Massie sagði eftir að pakkinn var samþykktur, að Joe Biden „styddi Johnson vegna þess að tillögur Johnson voru tillögur Bidens.“

Pakkinn sagður „lán“ til Úkraínu með þeim skilmála að Bandaríkjaforseti geti gefið eftir „lánið“

Skilmálar um eftirgjöf „lánsins“ til Úkraínu, þýðir að Joe Biden getur fellt niður 50% af skuldum Úkraínu áður en kjörtímabili hans lýkur í janúar. Verði hann endurkjörinn mun hann því geta gefið Úkraínu allan peninginn. Demókratar í fulltrúadeildinni veifuðu úkraínska fánanum og sungu „ÚKRAÍNA, Úkraína“ kampakátir yfir þessum þinglega sigri sínum með aðstoð repúblikana.

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, talaði á laugardag við fjölmiðla og sagði þá m.a.:

„Ég geng ekki um þessa byggingu og hef áhyggjur af tillögu um að embætti mitt (forseti þingsins) verði gert laust. Ég er að vinna vinnuna mína. Við gerðum það. Ég hef gert hér það sem ég tel vera rétt og það er að leyfa þinginu að fá vilja sínum framgengt.“

„Þetta er mikilvægt mál. Ég held að það sé tímabært. Ég held að þið hafið heyrt frá leiðtogum um allan heim, þar á meðal í Úkraínu, að þetta sé gert á réttum tíma og þingið varð að hafa tíma til að íhuga málið og framkvæma þetta á réttan hátt. Ég held að við höfum unnið störf okkar hér og held að sagan muni dæma það vel.“

Heyra má yfirlýsingar þingforsetans á myndskeiðinu hér að neðan:

 

author avatar
Gústaf Skúlason

One Comment on “Styrjaldapakki Bandaríkjanna samþykktur – Úkraína fær 60 milljarða dollara”

  1. Vopnaframleiðendur i Bandaríkjunum halda því áfram að mjólka ríkissjóð USA til eigin framfæris á ofsagróða. Allt skilmerkilega framkvæmt í gegnum spillta stjórnmálamenn sem endurgreiða fyrir að fylla vasa þeirra af illa fengnum fjármunum.

    Á meðan bíða Rússar átekta og brytja niður allt sem að þeim er kastað og bíða einfaldlega eftir því að dollarinn hrynji og verður ekki lengur nothæfur til mútugreiðslna, hvað þá vopnakaupa. Þá stoppa stafænar dollara prentvélar og bandaríska heimsveldið hrynur og Evrópusambandið fer líklega á sömu lund samhliða eða fljótt í kjölfarið.

    Eftir situr vestrænn almenningur skyndilega uppi með óðaverðbólgu í anda Argentínu og Tyrklands og félagshyggjan og pilsfaldakapítalisminn blæðir út í eigin saur innantómra kosningaloforða vinstrisins sem allt leggur í rúst á einn veg eða annan. Já það er álíka komið fyrir Repúplikönum og hinum íslenska Sjálfstæðisflokki sem er að því er virðist stjórnað af eyðslubyttum lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Allt í fokki í “Sjálfstæðis”flokki. Flokkurinn sem maður gat hér áður stólað á að veitti aðhald í ríkisfjármálum er nú ónýtur ruslflokkur sem tekur nú einnig beinan þátt í að kaupa skotfæri til morða á fólki sem alltaf var Íslendingum vinveitt svo lengi ég man.

    Hverjum verður kennt um? Kjósendur geta sjálfum sér um kennt að halda að ríkið sé uppspretta fjármuna og Íslendingar geta stólað á það eitt að efnahagsleg kraftaverk geta ekki endlaust fóðrað taumlausa eyðslu stjórnvalda sem þora ekki að segja nei eða er hreinlega slétt sama um hvers konar þjóðarbúi er skilað til komandi kynslóða.

Skildu eftir skilaboð