Bandaríkjastjórn leiðir stríð gegn konum

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, TransmálLeave a Comment

Á föstudaginn tilkynnti Biden-stjórnin stolt, að konur yrðu neyddar til að hleypa körlum inn í búningsklefa og baðherbergi með nýjum 1577 blaðsíðna svo kölluðum „IX úrskurði.”

  • Konur verða neyddar til keppa við karla í íþróttum.
  • Konur verða neyddar til að samþykkja karla í íþróttaliðum sínum.
  • Konur og ungar stúlkur verða neyddar til að deila búningsklefum og baðherbergjum út frá kynvitund frekar en líffræðilegu kyni.

May Mailman, forstöðumaður Lagamiðstöðvar óháðra kvenna, bendir á að „úrskurður IX” eru ekki háskólalög. Þetta tekur yfir stúlkur frá ungum aldri í Headstart forritinu, ætlað börnum frá þriggja til fimm ára aldurs; börnum sem eru í dagvistun og þeim sem eru í leikskóla og upp í 12. bekk.

Alls staðar verða ungar stúlkur kynferðislega útsettar á sama hátt og íþróttakonurnar sem neyðast til að deila búningsklefa með transsundkonunni Lia Thomas. Ákjósanleg fornöfn eru núna lögboðin og jafnvel ein notkun á „röngu“ fornafni verður ástæða agaaðgerða. Yfirvöld segja þetta vera framfarir.

Nýju reglurnar binda verndun L.G.B.T.Q. námsmanna samkvæmt alríkislögum. Snúið er við stefnu Trumps-tímans sem verndaði konur með fyrirmælum um, hvernig skólar eiga að bregðast við meintum kynferðisafbrotum í grunnskólum og á háskólasvæðum.

The New York Times greinir frá því, að nýju reglurnar, sem taka gildi 1. ágúst, víkki í raun gildissvið IX. laga frá 1972 sem bönnuðu kynjamismun í námsáætlunum sem hljóta alríkisstyrk. Þau víkka út gildissvið laganna til að banna mismunun og áreitni á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar og víkka svið kvartana um kynferðislega áreitni sem skólarnir bera ábyrgð á að rannsaka.

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð