New York hættir flestum vindframkvæmdum úti á hafi – ekki efnahagslega hagkvæmt

Gústaf SkúlasonErlent, Loftslagsmál, OrkumálLeave a Comment

Ríki New York hefur staðfest að það muni hætta flestum helstu vindorkuverkefnum sínum til hafs. Það er mikið áfall fyrir alla þá sem kynda undir blekkinguna um loftslagsbreytingar.

Verkefnin áttu að aðstoða ríkið við að ná markmiði sínu með 70% prósent endurnýjanlega orku fyrir árið 2030. Þá hefði New York jafnframt orðið leiðandi á landsvísu með endurnýjanlega orku, sem núna er talin óhagkvæm.

Politico greinir frá að ríkisstofnunin NYSERDA sem sér um vindorkusamninga, tilkynnti á föstudag að ekki væri hægt að ná endanlegum samningum varðandi þau þrjú verkefnin sem voru verðlaunuð í október 2023. Tilboð voru öll tengd meiriháttar fjárfestingum í birgðakeðju General Electric sem átti að byggja stærri túrbínur til að efla endurnýjanlega orkuvinnslu svæðisins.

Segir í fréttinni,  að þótt New York sé ekki að gefast algjörlega upp á vindorku þá feli ákvörðunin í sér alvarlegt bakslag. Enn eru nokkur verkefni úti fyrir ströndum Long Island og New Jersey á teikniborðinu og eitt vindorkuver þegar í notkun.

Talsmenn umhverfismála eru uggandi yfir þeim áskorunum sem vindorkuiðnaðurinn stendur frammi fyrir. Hafvindar eru lykillinn til að ná markmiði New York um 70% endurnýjanlegra orkugjafa fyrir árið 2030. Staðreyndirnar tala sínu máli um að erfitt geti orðið að ná því markmiði. Fréttir sem þessar undirstrika vaxandi staðfestingu á því, að vindorkan er ekki hagnýtur kostur til að mæta langtímaorkuþörfum ríkja.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð