Nató-ríkin hafa hernaðarráðgjafa í sendiráðum sínum í Úkraínu. Það sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató í viðtali við MSNBC á sunnudag.
Aðildarríki Nató hafa starfsmenn hersins í sendiráðum sínum í Úkraínu sem eru ráðgjafar. Stoltenberg, yfirmaður Nató, sagði þetta í umræðu um nýjan nýjan risastóran stuðningspakka upp á 61 milljarð dollara fyrir Úkraínu.
Bandaríkin íhuga að senda fleiri „ráðgjafa“ til Úkraínu
Stoltenberg segir:
„Það eru engar áætlanir um neina hernaðarviðveru Nató í Úkraínu. En auðvitað hafa margir bandamenn Nató menn og konur í einkennisbúningum í sendiráðum sínum sem gefa ráð og svo framvegis.“
Stoltenberg telur ekki að seinkun á afgreiðslu stuðningspakka bandarísku valdaelítunnar til Úkraínu hafi nein afgerandi áhrif á árangur Úkraínu í stríðinu en seinkunin hafi hins vegar haft afleiðingar á vígvellinum. Hlusta má á Stoltenberg á myndskeiðinu hér að neðan:
One Comment on “Bandaríkin íhuga að senda fleiri hernaðarráðgjafa til Úkraínu”
Hið tilgangslausa stríð USA og NATO í Úkraínu er tapað, frekari ´aðstoð´ mun einungis valda meiri dauða og eyðileggingu í landinu. En valdhöfum á Vesturlöndum er alveg sama um fólkið í Úkraínu. En hergagnaframleiðendur fagna.