Ef kjósendur fjarlægja stríðsóða stjórnmálamenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, þá mun stríðinu í Úkraínu ljúka. Það segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Vesturlönd halda áfram að ausa vopnum og peningum í Úkraínu, þó það skipti kannski ekki miklu máli á vígvellinum. Það er á valdi kjósenda að fjarlægja stríðsstjórnmálamennina, segir Viktor Orbán. Í júní verða kosningar til ESB-þingsins og í nóvember eru forsetakosningar í Bandaríkjunum.
„Stjórnmálastétt Vesturlanda leggur sífellt meira í púkkið vegna þess að þeir vilja vinna til baka það sem þeir hafa tapað í Úkraínu. Það gæti kastað allri Evrópu út í stríð. Hlutirnir ganga ekki vel, hvorki á meginlandi Ameríku né í Evrópu.“
Orbán telur mikilvægt að flokkar sem vinni að friði nái kjöri og kjósendur stöðvi stríðsæsingastjórnir og stríðsæsinginn í komandi ESB-kosningum. Hann skrifar:
„Svo eru kosningar í Ameríku, með stríðsframbjóðanda og friðarframbjóðanda. Ef friðarframbjóðandinn vinnur, þá munum við einnig fá hjálp frá Bandaríkjunum. Þannig að í tveimur kosningum, ef allt gengur að óskum og Guð hjálpar okkur – þá verða friðarleiðtogar í Evrópu og Bandaríkjunum í fararbroddi og við getum bundið enda á stríðið í lok ársins.“
One Comment on “Orbán: Kjósið burtu stríðsæsingamennina í ESB – þá verður friður í Úkraínu”
Mér er nær að halda að Orbán hafi einfaldlega rétt fyrir sér,,að mínu mati er það óráð að halda áfram með endalausar penga austur í stríðið, það viðheldur stríðinu..