Friðsamir dagar í sænsku sælunni (þegar ekki er verið að skjóta fólk og sprengja hús)

Gústaf SkúlasonErlent, ÖryggismálLeave a Comment

Þannig líta „friðsamir dagar“ í sænsku sælunni út þegar ekki er verið að skjóta fólk og sprengja sundur hús. Örfá dæmi tekin aðallega frá Stokkhólmssvæðinu:

Fimm grímuklæddir einstaklingar réðust inn á stjórnmálafund í Stokkhólmi: Vinstri flokkurinn og Umhverfisflokkurinn voru með fund um baráttu gegn fasisma, þegar fimm grímuklæddir einstaklingar ruddust inn í salinn, byrjuðu að slást og köstuðu reyksprengjum og úðuðu rauðum lit á fólk. Sex sjúkrabílar voru sendir á vettvang og farið með einhverja á sjúkrahús. Ódæðismennirnir hlupu burtu og hafa enn ekki náðst. Mikið lið lögreglumanna er á staðnum og fundarmenn ákváðu í ljósi allrar öryggisgæslu að ljúka fundinum eftir árásina.

Tvö börn undir 10 ára aldri fundust „líflaus“ í Södertälje fyrir sunnan Stokkhólm í gærkveldi. Í morgun tilkynnti lögreglan að bæði börnin voru dáin. Karlmaður og kona sem sáu um börnin hafa verið handtekin grunuð um morð. Skólinn sem börnin voru á heldur minnisstund á morgun sem verður sorgardagur í skólanum vegna atburðarins.

 

Tveir unglingspiltar 16 og 17 ára voru handteknir fyrir utan héraðsdómstólinn Attunda í Sollentuna/Norður-Stokkhólmi í dag. Annar þeirra var vopnaður hríðskotabyssu og grunur leikur á að þeir ætluðu að drepa einhvern í byggingunni eða fyrir utan hana. Réttarhöld í sprengjumáli glæpaklíku fóru fram í Attunda í dag og er talið að unglingarnir hafi komið vopnaðir til dómstólsins af því tilefni.

 

 

Fyrirmyndar“ innflytjandi frá Afghanistan lét sig hverfa eftir að hafa hlotið 4 ára fangelsisdóm fyrir að nauðga tveimur 14-ára stúlkum í Suður Svíþjóð. Edriss Hushmand var flaggað af meginstraumsmiðlum sem fyrirmynd innflytjenda meðal annars vegna þátttöku í verkefninu #áframmalmö.

 

12 ára drengur var rændur nálægt skólanum í svo kölluðu niðurlægingarráni. Var hann neyddur af ódæðispiltum á svipuðum aldri til að fara úr öllum fötunum eftir að þeir stálu símanum hans. Ránið var tekið upp á myndband sem dreift var á samfélagsmiðlum.

 

 

Réðst á strætisvagnabílstjórann af því að hann fékk ekki að aka ókeypis. Kýldi strætisvagnastjórann sem tókst að verja sig og var gefið frí. Lögreglan kölluð til en reiði farþeginn horfinn þegar hún kom á staðinn. Blaðafulltrúi strætisvagnafélagsins segir: „Það er því miður mjög algengt að bílstjórum okkar er hótað og beittir ofbeldi.“

 

Sænska leynilögreglan vill vernda embættismenn dómstóla, gjaldheimtu, sjúkratrygginga, atvinnumiðlunar, lögreglu og fangelsa vegna síaukins ofbeldis í Svíþjóð. Lagt er til að nöfn opinberra starfsmanna verði falin til að torvelda, að glæpamenn geti notað upplýsingarnar til að ógna lífi viðkomandi.

 

 

 

 

Skildu eftir skilaboð