Þúsund fyrirtæki mótmæla „grænu umskiptunum“

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, Loftslagsmál1 Comment

Sú hugmynd, að endalok jarðar séu yfirvofandi nema að grænt einræði komi í stað lýðræðis og frjáls framtaks, hefur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heimilin og fyrirtækin. Nú rísa þúsund viðskiptaleiðtogar upp í ákalli gegn miðstýrðri og risafenginni löggjöf ESB, sem þeir telja að ógni afkomu evrópsks iðnaðar.

Adam Kanne hjá efnafyrirtækinu Perstorp segir í athugasemd um ákallið í sænska viðskiptablaðinu Näringslivet „að það sé ekki eingöngu hægt að bæta stöðugt við kostnaði.“ Hann vísar til afleiðinga „græna samningsins“ sem snýr að loftslagsmálum sem hinn umdeildi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula Leyen, setti af stað þegar hún tók við embætti árið 2019.

Í framkvæmd hefur frumkvæði Leyen leitt til þess að löng röð lagapakka hafa verið keyrðir í gegn til þess að ná markmiði ESB um „hreina núlllosun fyrir árið 2050.“ Ef það á að gerast, er allur iðnaður Evrópu og þar með efnahagslífið í tilvistarhættu samkvæmt þeim þúsund viðskiptaleiðtogum sem hafa skrifað undir ákallið um en afturkalla lagapakkana.

Græna hættan frá Brussel

Allar reglugerðir og ítarlegt eftirlit sem meintu grænu lagapakkarnir innihalda ógna samkeppnishæfni sambandsins. Sem mótvægisaðgerð var átakinu „Europe Unlocked“ hleypt af stokkunum á síðasta ári. Þar er þeim kröfum beint til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að hinar einhliða loftslagsvarnaráherslur verði að víkja fyrir að minnsta kosti jafn mikilvægum markmiðum að efla innri markaðinn og stuðla að vexti og samkeppnishæfni.

Jacob Wallenberg, formaður sænska viðskiptasambandsins,  sagði í athyglisverðri yfirlýsingu í tengslum við kynningu á gagnfrumkvæðinu, að samkeppnishæfni ESB hafi minnkað í tuttugu ár vegna harkalegra álagna frá Brussel á viðskiptalífið innan ESB. Boðskapur hans er, að við þurfum að einbeita okkur að samkeppnishæfninni aftur.

Rauða hættan frá Kína

Stærsta ógnin stafar af ríkisreknu hagkerfi Kína þar sem kommúnísk einræðisstjórn í Peking getur fyrirskipað lágt verð á vörum til að slá út mótsvarandi framleiðslu í Evrópu á meðvitaðan hátt. Þegar framkvæmdastjórn ESB fyrirskipar samtímis grænar forsendur sem stórauka framleiðslukostnað í Evrópu, hafa evrópsk fyrirtæki enga möguleika að keppa við þau kínversku.

Evrópski iðnaðurinn sendir því frá sér þá viðvörun, að þetta virki ekki lengur. Hirðin í Brussel þarf að láta renna af sér og taka af sér grænu gleraugun, hreinsa burtu smámunastjórnsemi og endurskoða opinbera styrki til þeirrar tækni sem maður heldur upp á og skekkir allan markaðinn.

Ákallið tekið til Leyen

Nýlega var farið með undirskriftalista sem gengur undir nafninu Antwerpen-yfirlýsingin eða „Iðnaðarsamningurinn“ til Ursula von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB. Vonin er sú að næsta nefnd sem kosin verður í júní muni gera sér grein fyrir því að hin meinta en umdeilda ógn af yfirvofandi dauða jarðar í loftslagshamförum megi ekki stofna öllum evrópskum iðnaði og vexti og velmegun Vesturlanda í hættu.

Meðal þeirra sem skrifa undir eru stærstu fyrirtæki Evrópu, fjöldi iðnaðarsamtaka og einnig mörg verkalýðsfélög. Innan verkalýðsfélaganna hafa menn áttað sig á því, að loftslagsmarkmiðin stefna launafólki í fjöldaatvinnuleysi ef mikilvægum hagsmunum er ýtt til hliðar fyrir „græna samkomulagið.“ Adam Kanne hjá efnasamsteypunni Perstorp segir:

– Það er ekki bara hægt að bæta  við kostnaði og smámunastjórnun og halda síðan, að fyrirtækin geti borið það og samtímis verið samkeppnishæf.“

Grænar tilraunir með raforku

Í ákallinu er einnig bent á, að græn tilraunastarfsemi með orkuvinnslu hefur leitt til hærra raforkuverðs. Kjarnorkuverum hefur verið lokað vegna hugmyndafræði í þágu vindorku án tillits til þess hvernig útkoman hefur orðið bæði fyrir heimilin og raforkufrek fyrirtæki. Þýskaland er hryllingsdæmið, þar sem iðnaðurinn er á verulegu undanhaldi. Í Svíþjóð hefur rauðgræna orkustefna skapað óreiðu í raforkumálum. Adam Kanne segir:

– Eins og málið hefur verið fram að þessu, þá hefur ESB stýrt yfir í endurnýjanlega orku. Það er ekki áhrifarík aðlögun ef aðra kraftar eru útilokaðir sem einnig skapa stöðugleika og skipulagningu. Við þurfum endurnýjanlega orku ásamt  kjarnorku. Auk þess verður að að stækka dreifingarnetin fljótlega.“

Skógræktin á hnjánum

Sænski skógræktariðnaðurinn er enn ein atvinnugreinin sem er á hallandi fæti í kjölfar reglugerða frá Brussel sem hefur ákveðið að skógar ESB-landanna skuli vera ósnortnir. Vísar ESB til þess, að markmið um bindingu koltvísýrings verði að hafa forgang umfram skógariðnaðinn. Viveka Beckeman, forstjóri Skogsindustriern, segir við TN:

„Þetta gengur alfarið gegn hagsmunum sænskrar skógræktar og skógariðnaðarins.“ 

 

declaration

 

One Comment on “Þúsund fyrirtæki mótmæla „grænu umskiptunum“”

  1. Útópíu-draumur vinstri-klikkhausanna og valdaelítunnar mun snúast upp í andhverfu sína, og gera efnahag Evrópu að núll og nix. Það er eina ´núlllosunin´ í boði.

Skildu eftir skilaboð