Ný könnun sýnir að greinileg skipting til hægri hefur orðið hjá Þjóðverjum undir 30 ára aldri. Innflytjendamálin með mörgum neikvæðum afleiðingum eru áhyggjuefni og einnig önnur mál sem tengjast innflytjendum eins og húsnæðismál og stéttaskipting. Niðurstöður hinnar umfangsmiklu könnunar sýna að helmingi fleiri undir 30 ára aldri myndu kjósa Valkost fyrir Þýskaland „Alternative für Deutschland, AfD” í dag samanborið við árið 2022. Félagsvísindamaðurinn Klaus Hurrelmann segir:
„Við getum talað um skýra hægrisveiflu hjá unga fólkinu.”
65% ungra Þjóðverja benda á verðbólguna sem stærsta áhyggjuefnið og í öðru sæti er stríð í Evrópu og Miðausturlöndum sem 60% hafa miklar áhyggjur af. Í þriðja sæti kemur húsnæði 54%, þar á eftir koma loftslagsbreytingar og sundrung í samfélaginu. Þó „aðeins“ 41% segi innflytjendamálin vera áhyggjuefni, þá eru það næstum tvöfalt fleiri miðað við fyrri könnun þegar 22% sögðu það sama.
Áhyggjur af framtíðinni
Höfundar könnunarinnar benda á, að þrátt fyrir að æska Þýskalands séu vanari því að búa í alþjóðlegu og fjölþjóðlegu umhverfi en eldri kynslóðin, þá eru vaxandi áhyggjur um að of margir innflytjendur séu komnir til landsins og að það skapi ógn með félagslegri upplausn og efnahagslegu álagi á félagsmálakerfið
Vaxandi áhyggjur af innflytjendamálum, verðbólgu og stríðinu í Úkraínu hafa orðið til þess, að stuðningur við AfD vex hratt. Flokkurinn hefur næstum tvöfaldað fylgi sitt hjá ungum kjósendum. Með 22% fylgi er flokkurinn nú í fyrsta sæti hjá Þjóðverjum undir þrítugt.